Fara í efni

Gjaldskrá grunnskóla

Málsnúmer 1910246

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 149. fundur - 07.11.2019

Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 2,5% og dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 2,5%.
Tillagan samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.
Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún styðji ekki hækkun gjaldskrár grunnskóla.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 2,5% og dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 2,5%.
Bjarni Jónsson tók til máls og ítrekaði bókun:VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.

Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir tóku til máls.
Fulltrúar VG og óháðra óskar bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.