Syðra-Vallholt 1 og 2 (146067, 146068) - Umsókn um staðfest landamerki.
Málsnúmer 1911019
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 362. fundur - 07.11.2019
Þinglýstir eigendur jarðanna Syðra-Vallholt 1 landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2 landnr. 146068, óska staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum milli jarðanna eins og þau eru sýnd á framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti sem unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724404, dagsettur 18. júní 2019. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.