Víðibrekka 8 - stofnun lóðar
Málsnúmer 1911064
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 363. fundur - 05.12.2019
Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 , eigendur Víðimels landnr. 146083 óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði, gerðu á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-08 í verki 7118, dags. 6. nóvember 2019. Lóðarblaðið byggir á samþykktu deiliskipulagi. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083. Erindið samþykkt.