Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun v 2020 málaflokkur 09 Skip- og bygg
Málsnúmer 1910201Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09, skipulags- og byggingarmál, vegna ársins 2020. Sundurliðast tekjur 12.600.000.- kr. og gjöld 94.800.000.-. Rekstrarniðurstöðu 82.200.000 - kr. Samþykkt samhljóða.
2.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
Lögð er fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, útgáfa 1.1 dagsett 2. desember 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Syðra-Vallholt 1 146067 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1911044Vakta málsnúmer
Þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðra-Vallholts 1, óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 61,10 ha. spildu úr landi jarðarinnar og nefna landið Hólmagrund.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724405, dagsettur 21. júní 2019. Fram kemur í erindi að engin hlunnindi fylgi landskiptunum.
Lögbýlaréttur fylgir áfram Syðra-Vallholt 1, landnúmer 146067. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724405, dagsettur 21. júní 2019. Fram kemur í erindi að engin hlunnindi fylgi landskiptunum.
Lögbýlaréttur fylgir áfram Syðra-Vallholt 1, landnúmer 146067. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
4.Melatún 6 Sauðárkróki - skil á lóð
Málsnúmer 1911147Vakta málsnúmer
Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 7. október 2019, um skil á lóðinni Melatún 6 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag.
5.Skagfirðingabraut 51- Etanólverksmiðja - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1906120Vakta málsnúmer
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, sækir, fyrir hönd Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, um heimild skipulags- og byggingaryfirvalda til þess að koma upp búnaði vegna framleiðslu etanóls á lóð Mjólkursamlagsins að Skagfirðingabraut 51 á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir nr. A-101. A102 og A103 í verki nr. 5318-04, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. nóvember 2019, greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dagsett 24.10.2019 um bruna- og öryggismál vegna etanólframleiðslu og greinargerð, dagsett 31. maí 2019, vegna búnaðar etanólverksmiðju frá Hjörvari Halldórssyni verkefnisstjóra hjá KS.
Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að unnin verði brunatæknileg hönnun vegna heildarbyggingamagns á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að deiliskipulag „Mjólkurstöðvarreitsins“ verði endurskoðað. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1.
Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir nr. A-101. A102 og A103 í verki nr. 5318-04, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. nóvember 2019, greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dagsett 24.10.2019 um bruna- og öryggismál vegna etanólframleiðslu og greinargerð, dagsett 31. maí 2019, vegna búnaðar etanólverksmiðju frá Hjörvari Halldórssyni verkefnisstjóra hjá KS.
Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að unnin verði brunatæknileg hönnun vegna heildarbyggingamagns á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að deiliskipulag „Mjólkurstöðvarreitsins“ verði endurskoðað. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1.
6.Lambeyri 201897 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1911042Vakta málsnúmer
Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, þinglýstur eigandi lóðarinnar Hvammur landnúmer 229358, sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar Lambeyri, landnúmer 201897, óskar eftir heimild til að stofna 240 m² byggingarreit á lóðinni Hvammur, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 720464 útg. 01. nóv. 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
7.Víðibrekka 8 - stofnun lóðar
Málsnúmer 1911064Vakta málsnúmer
Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 , eigendur Víðimels landnr. 146083 óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði, gerðu á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-08 í verki 7118, dags. 6. nóvember 2019. Lóðarblaðið byggir á samþykktu deiliskipulagi. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083. Erindið samþykkt.
8.Melatún 6 Sauðárkróki - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1911175Vakta málsnúmer
Sigurjón R. Rafnsson,kt. 281265-5399, sækir um lóðina við Melatún 6 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
9.Háeyri Sauðárkróki - Umsókn um bílastæði á lóð -
Málsnúmer 1911086Vakta málsnúmer
Jón Ingi Sigurðsson óska f.h. FISK Seafood ehf., heimildar til þess að útbúa bílastæði innan lóðar fyrirtækisins við Eyrarveg á Sauðárkróki. Samhliða framkvæmdum við bílastæði þarf að færa hluta girðingar sem nú er á lóðarmörkum.
Framlagður uppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur númer S-101 í verki nr. 494101, dags. 11. nóv. 2019. Erindið samþykkt.
Framlagður uppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur númer S-101 í verki nr. 494101, dags. 11. nóv. 2019. Erindið samþykkt.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97
Málsnúmer 1911020FVakta málsnúmer
97. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar
11.Stefna
Málsnúmer 1911238Vakta málsnúmer
Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019.
12.Skipulags- og byggingarfulltrúi
Málsnúmer 1911241Vakta málsnúmer
Gerð hefur verið sú breyting á stjórnsýslu sveitarfélagsins að embætti skipulags- og byggingarfulltrúa verður skipt í tvö embætti, embætti skipulagsfulltrúa annars vegar og byggingarfulltrúa hins vegar. Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa og tekur við embættinu frá og með 1. desember nk. Jón Örn Berndsen sem undanfarin ár hefur gengt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa mun tímabundið gegna starfi skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 16:10.