Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 891

Málsnúmer 1912001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Fundargerð 891. fundar byggðarráðs frá 4. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
  • .1 1911238 Stefna
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) að fela sveitarstjóra í samráði við ráðgjafa við vinnu aðalskipulags að ráða lögmann til að taka til varna í málinu.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
    VG og óháð hafa aldrei stutt hvernig að umræddu máli hefur verið staðið og ítrekað bókað að bæta þyrfti samráð við landeigendur, bíða eftir umhvefismati, fá óháða úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og gera frekari athugun á Kiðaskarðsleið. Sú afstaða er óbreytt.
    Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu.
    Álfhildur Leifsdóttir ítrekar fyrri bókun: VG og óháð hafa aldrei stutt hvernig að umræddu máli hefur verið staðið og ítrekað bókað að bæta þyrfti samráð við landeigendur, bíða eftir umhvefismati, fá óháða úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og gera frekari athugun á Kiðaskarðsleið. Sú afstaða er óbreytt.

    Fulltrúar meirihluta óskar bókað: Sveitarfélagið Skagafjörður lagði umfangsmikla vinnu í umrædda breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og telur að rétt hafi verið staðið að málinu, enda hafi það verið samþykkt af sveitarstjórn og Skipulagsstofnun. Málið er nú komið í lögformlegt ferli og er í höndum lögmanna sveitarfélagsins.

    Stefán Vagn Stefánsson
    Gísli Sigurðsson
    Regína Valdimarsdóttir
    Ingibjörg Huld Þórðardóttir
    Laufey Kristín Skúladóttir


    Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðar fram afkriftarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Blönduósi nr. 201908141443537 og nr. 201911141459125 vegna fyrndra útsvarskrafna að höfuðstólsfjárhæð 350.655 kr. auk dráttarvaxta.
    Byggðarráð samþykkir framangreindar afskriftarbeiðnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málið áður á fundi 887. byggðarráðs þann 7. nóvember 2019. Lögð fram drög að breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.
    Byggðarráð samþykkir að reglurnar verði óbreyttar frá árinu 2019.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 "Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðar- og landleiga verði óbreytt frá árinu 2019.
    Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda eru níu, frá 1. febrúar 2020 til 1. október 2020. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2020. Gefinn er kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga, eigi síðar en 10. maí 2020, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 "Fasteignagjöld - gjaldskrá 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málinu vísað frá 272. fundi félags- og tómstundanefndar þann 28. nóvember 2019. Nefndin bókaði svohljóðandi:"Lagt er til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 2,5%. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla ( gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðráðs."
    Byggðarráð samþykkir afgreiðslu og bókun félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 30 "Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Gjaldskránni vísað frá 163. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. nóvember 2019. Nefndin bókaði svohljóðandi: "Lögð var fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020. Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum. Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána; "Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfráls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni." Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir breytingu gjaldskrárinnar með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 "Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2019 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og húsnefnd félagsheimilisins Höfðaborgar. Fram kemur að íbúasamtökin hafa ákveðið að leggja til fjármagn til að greiða fyrir varanlegt áfengis- og skemmtanaleyfi fyrir félagsheimilið. Einnig er lagt til að gerðar verði úrbætur á brunavörnum og brunaviðvörunarkerfi lagt í húsið.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að kanna mögulegar úrbætur varðandi brunaviðvörunarkerfi í samráði við hússtjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2019 frá Landsneti hf. Fram kemur að Landsnet hf. er byrjað að móta kerfisáætlun 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Megintilgangur matsvinnu er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
    Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og mun Landsnet birta öll helstu gögn á heimasíðu fyrirtækisins.
    Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt „matslýsing“. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 23. desember 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • .11 1911142 Íbúafundir 2020
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá íbúafundum sem haldnir voru á Sauðárkróki, Hólum, Hofsósi og í Varmahlíð og Fljótum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • .13 1912018 Skammtímalán
    Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Byggðarráð samþykir heimild til sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs til að taka skammtímalán allt að fjárhæð 100 mkr. Heimildin gildi til 31. desember 2020. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 "Skammtímalán". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 891 Unnið með fjárhagsáætlun 2020-2024. Eftirtalin komu á fund ráðsins til viðræðu um fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka:
    Klukkan 10:30 komu Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Haraldur vék af fundi kl. 11:20.
    Inga Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Guðlaugur Skúlason varaformaður nefndarinnar komu á fundinn kl. 11:30 og véku af honum kl. 12:10.
    Fundarhlé var gert frá 12:10 til 13:00.
    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri kom á fundinn kl. 13:00 og vék af honum kl. 13:20.
    Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fundinn kl. 13:30 og vék af honum kl. 14:10 ásamt Indriða Þór Einarssyni.
    Ólafur Bjarni Haraldsson vék af fundi kl. 13:50 og Jóhanna Ey Harðardóttir kom í hans stað.
    Klukkan 14:10 komu Guðný H. Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður nefndarinnar á fundinn auk Herdísar Á. Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Bertínu Rodriguez sérfræðings á fjölskyldusviði og Þorvaldar Gröndal frístundastjóra. Þorvaldur vék af fundi kl. 14:30 og þau Guðný og Atli kl. 14:50.
    Næst komu á fundinn kl. 15:00 Elín Árdís Björnsdóttir varaformaður fræðslunefndar og Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri. Viku þær af fundi ásamt Herdísi og Bertínu kl. 15:30.
    Byggðarráð samþykkir að halda vinnu við fjárhagsáætlunina áfram á morgun, fimmtudaginn 5. desember kl. 09:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 891. fundar byggðarráðs staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.