Fara í efni

Útboð. Hádegisverður f.Ársali og Árskóla 2020

Málsnúmer 2002275

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 15.04.2020

Á fundi nefndarinnar þann 30. janúar s.l. var ákveðið að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út í einu lagi til þriggja ára. Í bókun sinni lagði nefndin áherslu á ákveðna þætti í útboðslýsingu sem varða uppruna hráefnis, heilnæmi þess, vistspor framleiðslunnar og fleira. Útboðslýsing liggur nú fyrir og hefur fyrirtækið Consensa annast gerð útboðslýsingar. Útboðið verður auglýst í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 með síðari breytingum. Í 7. kafla útboðslýsingar eru kröfur verkkaupa settar fram og eru þær í samræmi við óskir nefndarinnar frá 30. janúar s.l. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti útboðslýsinguna og felur sviðstjóra að koma henni í auglýsingu.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 157. fundur - 09.06.2020

Á fundi sínum þann 30. janúar 2020 samþykkti fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir Ársali og Árskóla í einu lagi. Lögum samkvæmt fór útboðið fram á Evrópska efnahagssvæðinu og annaðist Consensa útboðsþjónusta umsýslu og auglýsingu útboðsins f.h. sveitarfélagsins. Tilboð voru opnuð þann 22. maí s.l. og bárust tvö tilboð í verkið.
Niðurstaða:
Stá ehf. 508 krónur hver máltíð.
Grettistak veitingar. 570 krónur hver máltíð.
Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Stá ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum þar að lútandi.
Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún taki ekki afstöðu til málsins.