Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum Teams fjarfundabúnað.
1.Útboð. Hádegisverður f.Ársali og Árskóla 2020
Málsnúmer 2002275Vakta málsnúmer
Á fundi nefndarinnar þann 30. janúar s.l. var ákveðið að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út í einu lagi til þriggja ára. Í bókun sinni lagði nefndin áherslu á ákveðna þætti í útboðslýsingu sem varða uppruna hráefnis, heilnæmi þess, vistspor framleiðslunnar og fleira. Útboðslýsing liggur nú fyrir og hefur fyrirtækið Consensa annast gerð útboðslýsingar. Útboðið verður auglýst í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 með síðari breytingum. Í 7. kafla útboðslýsingar eru kröfur verkkaupa settar fram og eru þær í samræmi við óskir nefndarinnar frá 30. janúar s.l. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti útboðslýsinguna og felur sviðstjóra að koma henni í auglýsingu.
2.Fyrirspurn um könnun á tækni í skólum
Málsnúmer 2003284Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi fræðslunefndar þann 27. mars s.l. óskaði Auður Björk Birgisdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, eftir svörum við spurningum er varða yfirstandandi stöðumat á innleiðingu upplýsingatækni í grunnskólum. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Svar við þeim fylgir með í gögnum fundarins.
Í svarinu kemur einnig fram að stöðuskýrslu um innleiðinguna er að vænta í byrjun maí og verður hún kynnt á fundum skólastjóra og fræðslunefndar.
Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Svörin verða yfirfarin og möguleg viðbrögð við þeim. Við fyrstu sýn virðast þessi svör ófullnægjandi.
Í svarinu kemur einnig fram að stöðuskýrslu um innleiðinguna er að vænta í byrjun maí og verður hún kynnt á fundum skólastjóra og fræðslunefndar.
Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Svörin verða yfirfarin og möguleg viðbrögð við þeim. Við fyrstu sýn virðast þessi svör ófullnægjandi.
3.Breytingar á skóladagatölum
Málsnúmer 2004076Vakta málsnúmer
Með hliðsjón af Covid-19 faraldrinum þykir óhjákvæmilegt að breyta skóladagatölum leikskóla sbr. meðfylgjandi óskir. Um er að ræða tilfærslur á skipulagsdögum í Birkilundi og Tröllaborg. Í Ársölum er óskað eftir tilfærslu á einum skipulagsdegi og jafnframt er óskað eftir því að skólinn verði lokaður þriðjudaginn 2. júní vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra að breytingum á leikskóladagatölum.
Fundi slitið - kl. 17:04.