Fara í efni

Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 2002282

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 904. fundur - 04.03.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun um meðhöndlun úrgangs í heimsfarandri vegna COVID-19 veirunnar.
Undir þessum dagskrárlið kom til viðræðu Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og formaður Almannavarnarnefndar Skagafjaðar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 167. fundur - 05.03.2020

Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 66. fundur - 05.03.2020

Lagðar voru fram til kynningar verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 276. fundur - 27.03.2020

Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi félagsþjónustu og frístundaþjónustu sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi stofnana í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Félags- og tómstundanefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna félags- og frístundaþjónustu fyrir þeirra samstöðu og samtakamáttar við að hindra útbreiðslu veirunnar.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 27.03.2020

Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi skólana sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi þeirra í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna skólanna fyrir þeirra samstöðu og samtakamátt við að hindra útbreiðslu veirunnar. Starfsmenn hafa unnið þrekvirki við að halda skólunum í eins miklu jafnvægi og mögulegt er, sýnt mikla umhyggju gagnvart börnunum og komið til móts við heimilin eins og unnt er. Starf þeirra er ómetanlegt.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 210. fundur - 29.05.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19.