Byggðarráð Skagafjarðar - 908
Málsnúmer 2003015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020
Fundargerð 908. fundar byggðarráðs frá 1. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Erindið áður tekið fyrir á 907. fundi byggðarráðs þann 25. mars 2020.
Farið yfir málið og stöðuna í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Málið áður á dagskrá 906. fundi byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Málið áður á dagskrá 902. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2019 og janúar og febrúar árið 2020. Heildarkostnaður vegna ársins 2019 er 37.870 þús.kr. og vegna ársins 2020 er kostnaðurinn kominn í 27.752 þús.kr. sem er töluvert umfram fjárhagsáætlun ársins. Kostnaður vegna tímabilsins desember 2019 til febrúarloka 2020 er samtals 65.622 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 19. mars 2020 frá Markaðsstofum landshlutanna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi tillögur um aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustunni vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 7. febrúar 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19, útgáfa 1, 16. mars 2020 ásamt 2. útgáfu á viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar við heimsfaraldri af völdum COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.