Samráð; Uppbygging innviða
Málsnúmer 2003072
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 905. fundur - 11.03.2020
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2020, „Uppbygging innviða“. Umsagnarfrestur er til og með 31.03.2020.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 906. fundur - 18.03.2020
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2020, „Uppbygging innviða“. Umsagnarfrestur er til og með 31.03.2020.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar afar góðri vinnu átakshóps um úrbætur á innviðum og þakkar stjórnvöldum fyrir skjót og góð viðbrögð í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir Ísland í desember sl.
Þær tillögur til aðgerða sem koma fram á innvidir2020.is eru mjög góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er.
Byggðarráð vill þó benda á mikilvægi þess að hraðað verði enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Mikilvægt er að þeir hlutar dreifikerfis raforku í Skagafirði sem verst fóru í veðrinu verði endurnýjaðir strax á árunum 2020-2021. Er þar m.a. um að ræða Skagalínu, Reykjastrandarlínu og Glaumbæjarlínu. Þá þarf að tryggja að flutningskerfi raforku geti staðið undir hlutverki sínu en mikilvægir þættir byggðalínunnar duttu m.a. út í desember.
Þá vill byggðarráð ítreka að lagfæringum á sjóvarnargörðum við Strandveg og Skarðseyri verði hraðað sem nokkur kostur er, að framkvæmdir við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki hefjist hið fyrsta og að fjárveiting verði veitt strax á árinu 2020 til kaupa á nýjum hafnsögubáti fyrir Skagafjarðarhafnir. Allir þessir þættir lúta að auknu öryggi og viðbrögðum til að koma í veg fyrir stórtjón og stöðvun atvinnulífs á og við hafnarsvæðið á Sauðárkróki.
Að lokum er áréttað að öll atriði sem lúta að aukinni getu viðbragsaðila, s.s. heilbrigðisstofnana, sjúkraflutninga og sjúkraflugs, öryggi fjarskiptakerfis o.s.frv. eru mjög brýn og verða að njóta alls forgangs. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun um að setja Alexandersflugvöll aftur inn í grunnnet innanlandsflugs og brýnir fyrir stjórnvöldum að hann fari sem slíkur inn í samgönguáætlun.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar afar góðri vinnu átakshóps um úrbætur á innviðum og þakkar stjórnvöldum fyrir skjót og góð viðbrögð í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir Ísland í desember sl.
Þær tillögur til aðgerða sem koma fram á innvidir2020.is eru mjög góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er.
Byggðarráð vill þó benda á mikilvægi þess að hraðað verði enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Mikilvægt er að þeir hlutar dreifikerfis raforku í Skagafirði sem verst fóru í veðrinu verði endurnýjaðir strax á árunum 2020-2021. Er þar m.a. um að ræða Skagalínu, Reykjastrandarlínu og Glaumbæjarlínu. Þá þarf að tryggja að flutningskerfi raforku geti staðið undir hlutverki sínu en mikilvægir þættir byggðalínunnar duttu m.a. út í desember.
Þá vill byggðarráð ítreka að lagfæringum á sjóvarnargörðum við Strandveg og Skarðseyri verði hraðað sem nokkur kostur er, að framkvæmdir við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki hefjist hið fyrsta og að fjárveiting verði veitt strax á árinu 2020 til kaupa á nýjum hafnsögubáti fyrir Skagafjarðarhafnir. Allir þessir þættir lúta að auknu öryggi og viðbrögðum til að koma í veg fyrir stórtjón og stöðvun atvinnulífs á og við hafnarsvæðið á Sauðárkróki.
Að lokum er áréttað að öll atriði sem lúta að aukinni getu viðbragsaðila, s.s. heilbrigðisstofnana, sjúkraflutninga og sjúkraflugs, öryggi fjarskiptakerfis o.s.frv. eru mjög brýn og verða að njóta alls forgangs. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun um að setja Alexandersflugvöll aftur inn í grunnnet innanlandsflugs og brýnir fyrir stjórnvöldum að hann fari sem slíkur inn í samgönguáætlun.