Fara í efni

Ungmennaráð

7. fundur 28. apríl 2021 kl. 15:00 - 16:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Gröndal embættismaður
  • Íris Helga Aradóttir
  • Óskar Aron Stefánsson
  • Mikael Jens Halldórsson
  • Marsilía Guðmundsdóttir
  • Sigurður Snær Ingason
  • Sara Líf Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Forstöðumaður íþrótta- og frístundamála.
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2003113Vakta málsnúmer


1.
Fundargerð fél- og tóm
a.
Frístundastjóri fór yfir fundargerð síðasta fundar félags- og tómstundanefndar. Þar er stefnt að því að halda ungmennaþing í byrjun næsta skólaárs.

2.
Íþróttahús á Hofsósi
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við íþróttahús á Hofsósi. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.

3.
Sundlaugin á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála er kemur að viðhaldi á sundlauginni á Sólgörðum. Frístundastjóri svaraði því til að verið væri að vinna að endurbótum á lagnakerfi til að tryggja rekstur laugarinnar.

4.
Skólahúsnæðið á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæðið á Sólgörðum. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.



5.
Tónlistar-/æfingaaðastaða á Sauðárkróknum
a.
Mikið af tónlistarunnendum sem vantar aðstöðu til að spila og jafnvel taka upp. Margir að vinna einir heima en væri gott að mynda tengsl og efla þá sem eru að vinna í þessu.
b.
Þarf að uppfæra tæknina. Athuga með aðstöðuna, ekki spennandi að vera innanum yngri krakka. Mætti hugsanlega vera opnun á öðrum tíma en hjá þeim yngir og eins mætti kanan hvort koma mætti upp sér aðgangi að utan í þessa aðstöðu.
c.
Fá utanaðkomandi aðila til að stoða með uppsetningu á aðstöðunni.

6.
Fríar tíðarvörur
a.
Til umræðu var fundargerð Byggðaráðs frá 31.03. s.l. þar sem Byggðaráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með haustinu 2021. Ungmennaráð tekur undir samþykkt Byggðaráðs en leggur áherslu á að það þarf að huga að ýmsum þáttum við útfærslu lausnar.

7.
Reglur um Ungmennaráð - endurskoðun
a.
Frístundastjóri fór yfir núverandi reglur Ungmennaráðs og lagði til breytingar á þeim. Tillögur lagðar fyrir félags- tómstundanefnd til samþykktar.




Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 26. maí kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 16:00.