Fara í efni

Fyrirspurn um könnun á tækni í skólum

Málsnúmer 2003284

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 15.04.2020

Á síðasta fundi fræðslunefndar þann 27. mars s.l. óskaði Auður Björk Birgisdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, eftir svörum við spurningum er varða yfirstandandi stöðumat á innleiðingu upplýsingatækni í grunnskólum. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Svar við þeim fylgir með í gögnum fundarins.
Í svarinu kemur einnig fram að stöðuskýrslu um innleiðinguna er að vænta í byrjun maí og verður hún kynnt á fundum skólastjóra og fræðslunefndar.

Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Svörin verða yfirfarin og möguleg viðbrögð við þeim. Við fyrstu sýn virðast þessi svör ófullnægjandi.