Byggðarráð Skagafjarðar - 910
Málsnúmer 2004005F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020
Fundargerð 910. fundar byggðarráðs frá 15. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Málið áður á dagskrá 909. fundar byggðarráðs þann 8. apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Sauðárkróksbakarí ehf. og gagn ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að ræða við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson um möguleika á annarri lóð sem fallið getur að þeirra hugmyndum. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram tölvupóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur 3. apríl 2020. Þann 27. júní 2020 verður gengið til forsetakosninga og hefur Þjóðskrá Íslands hafið undibúning vegna kosninganna.
Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði eftirtaldir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna forsetakosninganna:
Félagsheimilið Skagasel, FNV bóknámshús, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn Hólum Hjaltadal, Félagsheimilið Höfðaborg, Sólgarðaskóli í Fljótum og Heilbr.stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2020 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til aðildarhafna Hafnasambands Íslands varðandi orkuskipti í höfnum. Sem liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er stefnt að orkuskiptum í höfnum og haftengdri starfsemi, þ.e. að tryggja innviðuppbyggingu sem stuðli að notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni í undirbúningi sem að stuðla að orkuskiptum í viðkomandi höfn á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2020 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem kynnt er að mikil óvissa ríkir um áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs á árinu 2020 verður að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020. Ljóst er að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.