Fara í efni

Ósk um kaup á landi norðan við Árhól

Málsnúmer 2004138

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 914. fundur - 13.05.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 210. fundur - 29.05.2020

Lagt fram erindi sem vísað var frá 914. fundi byggðarráðs til umsagnar. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 917. fundur - 03.06.2020

Málið áður á dagskrá 914. fundar byggðarráðs þann 13. maí 2020. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar sem bókaði eftirfarandi: "Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota."
Byggðarráð samþykkir að landið verði leigt til landbúnaðarnota og felur sveitarstjóra að auglýsa það.