Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Endurskoðunarskýrsla 2019
Málsnúmer 2005012Vakta málsnúmer
Lögð fram endurskoðunarskýrsla 2019 frá KPMG ehf. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi kom á fundinn til viðræðu um skýrsluna.
2.Stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
Málsnúmer 2005071Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
3.Ósk um kaup á landi norðan við Árhól
Málsnúmer 2004138Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
4.Stofnun útfararþjónustu á Norðurlandi vestra
Málsnúmer 2005080Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2020 frá BB14 ehf., kt. 590320-0560 varðandi stofnun útfararþjónustu á Norðurlandi vestra. Leitað er eftir stuðningi allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stofnkostnað.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við erindinu. Byggðarráð óskar fyrirtækinu góðs gengis.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við erindinu. Byggðarráð óskar fyrirtækinu góðs gengis.
5.Uppbygging vegna sögutengdrar ferðaþjónustu - tillaga að verkefni
Málsnúmer 2005011Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. maí 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Undanfarið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna í að greina tækifæri í sögu og menningu fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Þó kannanirnar hafi sýnt að almennt er góð upplifun af söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, eru atriði sem hægt væri að bæta. Því vill Markaðsstofan hvetja alla þá sem sinna slíkri starfsemi, og sveitarfélög, að skoða hvort hægt sé að byggja upp og bæta þjónustu við söfn, setur og sýningar og nýta tímann núna meðan rólegt er. Auk þess væri tilvalið að skoða almenna uppbyggingu á sögustöðum á viðkomandi svæði.
6.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2021
Málsnúmer 2005044Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 76. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 6. maí 2020. Nefndin samþykkti tillögu Berglindar Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um að gjaldskrá safnsins haldist óbreytt fyrir árið 2021 og vísaði til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer
Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um væntanlegt markaðsátak í ferðamálum, til kynningar á þjónustu og afþreyingu í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og veitir til þess 1,5 mkr. sem er til óráðstafað á fjárhagsáætlun í markaðsstarf. Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka þar sem fjármagn til markaðsstarfs er aukið um 1,5 mkr. vegna frekari kynningar- og markaðsverkefna.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og veitir til þess 1,5 mkr. sem er til óráðstafað á fjárhagsáætlun í markaðsstarf. Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka þar sem fjármagn til markaðsstarfs er aukið um 1,5 mkr. vegna frekari kynningar- og markaðsverkefna.
8.Minnisblað, sumarátaksstarf námsmanna 2020
Málsnúmer 2005058Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 frá Vinnumálastofnun varðandi átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um 24 störf og fékk úthlutað níu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um auglýsingu og forgangsröðun starfanna til verkefni hjá sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um 24 störf og fékk úthlutað níu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um auglýsingu og forgangsröðun starfanna til verkefni hjá sveitarfélaginu.
9.Grásleppuveiðar
Málsnúmer 2005086Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Drangey-Smábátafélagi Skagafjarðar, dagsett 2. maí 2020 varðandi bann á grásleppuveiðum þann 30. apríl s.l.
Byggðarráð hefur áhyggjur á þeirri stöðu sem upp er komin og samþykkir að óska eftir því við Náttúrustofu Norðurlands vestra að stofnunin geri greinargerð um áhrif breytinga á veiðitilhögun á grásleppu og stöðvun veiðanna fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð hefur áhyggjur á þeirri stöðu sem upp er komin og samþykkir að óska eftir því við Náttúrustofu Norðurlands vestra að stofnunin geri greinargerð um áhrif breytinga á veiðitilhögun á grásleppu og stöðvun veiðanna fyrir Skagafjörð.
10.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns)
Málsnúmer 2005042Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Byggðarráð er sammála markmiðum frumvarpsins.
Byggðarráð er sammála markmiðum frumvarpsins.
11.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara)
Málsnúmer 2005048Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnarfrumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
12.Umsagnarbeiðni; Drög að reglugerð um breytingu varðandi leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
Málsnúmer 2005067Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. maí 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2020, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi". Umsagnarfrestur er til og með 22.05.2020.
13.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Málsnúmer 2005072Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. maí 2020 þar sem umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
14.Samráð; Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu
Málsnúmer 2005040Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 91/2020, „Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991“. Umsagnarfrestur er til og með 27.05.2020.
Fundi slitið - kl. 14:30.