Ársreikningur 2019 - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 2004193
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti ásreikninginginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.196 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna. Handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 117,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2019, til síðari umræðu sveitarstjórnar.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.196 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna. Handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 117,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2019, til síðari umræðu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 399. fundur - 03.06.2020
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2019.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.249 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 49 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna, handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 123,8% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum og veltufjármuni.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun.
Síðustu ár hafa flest sveitarfélög í landinu búið við góðæri og er Skagafjörður þar engin undantekning. Tekjur þeirra hafa verið að aukast og hefðbundnir tekjustofnar verið traustir þó nú séu víða blikur á lofti. Sveitarfélög sem Skagafjörður vill bera sig saman við hafa því auk þess að styrkja innviði, verið að greiða niður skuldir og þannig styrkja stöðu sína gagnvart mögulegum áföllum og leggja grunn að frekari uppbyggingu. Því miður er Skagafjörður ekki í þeim hópi þó vissulega hafi hér verið unnið áfram að mikilvægri innviðauppbyggingu. Skuldasöfnun og lántaka sveitarfélagsins jókst á liðnu ári og er ljóst að hún kemur til með að aukast verulega áfram vegna viðbragða sveitarfélagsins við Covid19. Má setja spurningamerki við sumar þær skuldbindingar sem ráðist hefur verið í síðustu ár sem og forgangsröðun verkefna.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í 0,50% eða lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitasjóð. Þá hefur sveitarfélagið þar að auki notið verulegra viðbótarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en líklegt er að þau framlög muni nú dragast verulega saman um tíma sem og margir aðrir tekjustofnar. Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur fyrir árið 2019 ber vott um þá hagsæld sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár. Þessi hagsæld ásamt góðri vinnu starfsmanna sveitarfélagsins sem við þökkum fyrir þeirra framlag, hefur skapað svigrúm sem hefði verið hægt að nota til þess að borga niður skuldir og búa vel til mögru áranna. Það hefur hinsvegar ekki verið gert heldur frekar farið í nýfjárfestingu og í raun bætt við skuldirnar umtalsvert. Sumar þessara fjárfestinga hafa verið umdeildar, og af mörgum taldar óþarfar.
Það má segja að ársreikningur fyrir árið 2019 marki ákveðin kaflaskil. Löngu hagvaxtarskeiði virðist lokið, og við taka erfiðari tímar, þar sem opinberar framkvæmdir verða enn mikilvægari og í raun nauðsynlegar fyrir atvinnulífið. Ekki tókst að borga niður skuldir á undangengnu hagvaxtarskeiði, og ekki er útlit fyrir að það verði vænlegt í þeirri niðursveiflu sem framundan er. Því hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér, hvenær stendur til að borga niður skuldir?
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Byggðalista.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 230 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á 115 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 milljónir króna. Framlegð eða EBITDA nam 12,2% hjá samstæðu og 9% í A-hluta. Rekstur sveitarfélagsins gekk því vel og var betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Handbært fé A- og B-hluta var í árslok 120 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 milljónum króna en nam 611 milljónum króna árið 2018, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 420 milljónir króna en nam 351 milljón króna árið 2018. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,2% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra.
Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 117,1% en var árið 2018 123,8%, án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150% af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar nú 88,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer ört lækkandi. Skuldaviðmið sveitarfélagsins fyrir árið 2018 var þannig 94,2%, árið 2017 108,4%, árið 2016 114,5% og árið 2015 var skuldaviðmið sveitarfélagsins rúm 130%.
Í sveitarstjórnarlögum segir einnig að samanlögð heildarútgjöld sveitarfélaga til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skuli á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum (jafnvægisreglan). Sveitarfélagið Skagafjörður stenst það viðmið sömuleiðis.
Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Miðað hefur verið við að ný lántaka séu á milli 400-500 milljónir á ári hverju sem m.a. hefur verið notuð til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka langtímalána árið 2019 nam um 422,5 milljónir króna en afborganir langtímalána voru 423,5 milljónir króna.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 563 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 578 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið átta ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir hrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst.
Eignir samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu um síðast liðin áramót rúmum 10,1 milljarði króna en voru í árslok 2018 rúmir 9,4 milljarðar króna.
Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Í þeim ólgusjó sem ríkið, sveitarfélög ásamt fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum ganga nú í gegn um í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem Covid 19 hefur haft á heimsbyggðina alla og við íbúar í Skagafirði höfum ekki farið varhluta af er sennilega aldrei mikilvægara en nú að hafa náð eins góðum tökum á fjármálum sveitarfélagsins og sá ársreikningur sem hér er kynntur ber með sér. Ljóst er að Sveitarfélagið Skagafjörður mun taka á sig högg vegna þessa líkt og öll önnur sveitarfélög landsins en það er jafn ljóst að við munum standa það af okkur enda bera kennitölur rekstrar þess merki að undirstöður eru sterkar og þola vel ágjöf sem þessa. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga og sennilega aldrei mikilvægara en nú að snúa vörn í sókn og sækja fram fyrir Skagafjörð, tækifærin eru okkar, möguleikarnir eru okkar.
Rekstur sveitarsjóðs er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðugleiki í rekstri. Þó er öllum ljóst að rekstur ársins 2020 verður krefjandi verkefni fyrir kjörna fulltrúa sem og starfsmenn sveitarfélagsins.
Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.
Undir þetta ritar meirihlutinn:
Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason, Regína Valdimarsdóttir, Gísli Sigurðsson
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.249 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 49 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna, handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 123,8% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum og veltufjármuni.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun.
Síðustu ár hafa flest sveitarfélög í landinu búið við góðæri og er Skagafjörður þar engin undantekning. Tekjur þeirra hafa verið að aukast og hefðbundnir tekjustofnar verið traustir þó nú séu víða blikur á lofti. Sveitarfélög sem Skagafjörður vill bera sig saman við hafa því auk þess að styrkja innviði, verið að greiða niður skuldir og þannig styrkja stöðu sína gagnvart mögulegum áföllum og leggja grunn að frekari uppbyggingu. Því miður er Skagafjörður ekki í þeim hópi þó vissulega hafi hér verið unnið áfram að mikilvægri innviðauppbyggingu. Skuldasöfnun og lántaka sveitarfélagsins jókst á liðnu ári og er ljóst að hún kemur til með að aukast verulega áfram vegna viðbragða sveitarfélagsins við Covid19. Má setja spurningamerki við sumar þær skuldbindingar sem ráðist hefur verið í síðustu ár sem og forgangsröðun verkefna.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í 0,50% eða lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitasjóð. Þá hefur sveitarfélagið þar að auki notið verulegra viðbótarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en líklegt er að þau framlög muni nú dragast verulega saman um tíma sem og margir aðrir tekjustofnar. Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur fyrir árið 2019 ber vott um þá hagsæld sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár. Þessi hagsæld ásamt góðri vinnu starfsmanna sveitarfélagsins sem við þökkum fyrir þeirra framlag, hefur skapað svigrúm sem hefði verið hægt að nota til þess að borga niður skuldir og búa vel til mögru áranna. Það hefur hinsvegar ekki verið gert heldur frekar farið í nýfjárfestingu og í raun bætt við skuldirnar umtalsvert. Sumar þessara fjárfestinga hafa verið umdeildar, og af mörgum taldar óþarfar.
Það má segja að ársreikningur fyrir árið 2019 marki ákveðin kaflaskil. Löngu hagvaxtarskeiði virðist lokið, og við taka erfiðari tímar, þar sem opinberar framkvæmdir verða enn mikilvægari og í raun nauðsynlegar fyrir atvinnulífið. Ekki tókst að borga niður skuldir á undangengnu hagvaxtarskeiði, og ekki er útlit fyrir að það verði vænlegt í þeirri niðursveiflu sem framundan er. Því hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér, hvenær stendur til að borga niður skuldir?
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Byggðalista.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 230 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á 115 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 milljónir króna. Framlegð eða EBITDA nam 12,2% hjá samstæðu og 9% í A-hluta. Rekstur sveitarfélagsins gekk því vel og var betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Handbært fé A- og B-hluta var í árslok 120 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 milljónum króna en nam 611 milljónum króna árið 2018, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 420 milljónir króna en nam 351 milljón króna árið 2018. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,2% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra.
Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 117,1% en var árið 2018 123,8%, án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150% af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar nú 88,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer ört lækkandi. Skuldaviðmið sveitarfélagsins fyrir árið 2018 var þannig 94,2%, árið 2017 108,4%, árið 2016 114,5% og árið 2015 var skuldaviðmið sveitarfélagsins rúm 130%.
Í sveitarstjórnarlögum segir einnig að samanlögð heildarútgjöld sveitarfélaga til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skuli á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum (jafnvægisreglan). Sveitarfélagið Skagafjörður stenst það viðmið sömuleiðis.
Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Miðað hefur verið við að ný lántaka séu á milli 400-500 milljónir á ári hverju sem m.a. hefur verið notuð til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka langtímalána árið 2019 nam um 422,5 milljónir króna en afborganir langtímalána voru 423,5 milljónir króna.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 563 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 578 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið átta ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir hrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst.
Eignir samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu um síðast liðin áramót rúmum 10,1 milljarði króna en voru í árslok 2018 rúmir 9,4 milljarðar króna.
Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Í þeim ólgusjó sem ríkið, sveitarfélög ásamt fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum ganga nú í gegn um í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem Covid 19 hefur haft á heimsbyggðina alla og við íbúar í Skagafirði höfum ekki farið varhluta af er sennilega aldrei mikilvægara en nú að hafa náð eins góðum tökum á fjármálum sveitarfélagsins og sá ársreikningur sem hér er kynntur ber með sér. Ljóst er að Sveitarfélagið Skagafjörður mun taka á sig högg vegna þessa líkt og öll önnur sveitarfélög landsins en það er jafn ljóst að við munum standa það af okkur enda bera kennitölur rekstrar þess merki að undirstöður eru sterkar og þola vel ágjöf sem þessa. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga og sennilega aldrei mikilvægara en nú að snúa vörn í sókn og sækja fram fyrir Skagafjörð, tækifærin eru okkar, möguleikarnir eru okkar.
Rekstur sveitarsjóðs er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðugleiki í rekstri. Þó er öllum ljóst að rekstur ársins 2020 verður krefjandi verkefni fyrir kjörna fulltrúa sem og starfsmenn sveitarfélagsins.
Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.
Undir þetta ritar meirihlutinn:
Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason, Regína Valdimarsdóttir, Gísli Sigurðsson
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.