Fara í efni

Litli skógur, útivistarskýli

Málsnúmer 2004231

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 169. fundur - 04.06.2020

Farið yfir málið með verkefnastjóra og rýnt. Sviðsstjóri mun fylgja málinu eftir og hefja undirbúning framkvæmda.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 171. fundur - 02.09.2020

Nefndin er ánægð með breytingartilögur og felur Ingvari Páli verkefnisstjóra að halda áfram með málið ásamt sviðstjóra. Þegar fullnaðarteikningar og leyfi liggur fyrir munu framkvæmdir hefjast.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 174. fundur - 02.12.2020

Ingvar Páll kynnir fyrir nefndarmönnum stöðu verkefnisins og fór yfir nýjustu teikningar.
Nefndin leggur áherslu á að verkefnið haldi dampi og að vinna hefjist við hús, svið og lagnavinnu að gefnu samþykki byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Ingvar Páll Ingvarsson sat þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 189. fundur - 10.03.2022

Allar teikningar vegna burðaþols hafa verið sendar byggingafulltrúa til yfirferðar og samþykktar. Ekkert á því að hamla því að framkvæmdir við byggingu útikennslustofu geti hafist þegar að undirritun teikninga hefur átt sér stað.

Nefndin fagnar því að langþráðum áfanga sé náð og leggur áherslu á að hafist verðið handa við byggingu húss og útivistarsvæðis í Litla Skógi sem fyrst.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 192. fundur - 24.05.2022

Vinna við gerð útivistarskýlis í Litla Skógi, (Sauðárgili) er hafin. Gert er ráð fyrir að útivistarskýlið og svið verði reist á árinu en frekari framkvæmdir bíði seinni tíma.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að verkið sé hafið og leggur áherslu á að mikilvægt sé að tryggja verkefninu fjármuni til áframhaldandi uppbyggingar í Sauðárgili.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 1. fundur - 16.06.2022

Vinna við byggingu útikennslustofu í Litla Skógi er hafin og er jarðvinnu vegna undirstaða lokið. Rætt hefur verið um að reyna að útvega við í mannvirkið sem mest úr skagfirskum skógum og er verið að vinna að lausn í því máli.

Sviðsstjóra er falið að ganga frá samningi um kaup á skagfirskum burðarvið og öðru smíðefni eins og hægt er. Hrefna Jóhannesdóttir formaður Umhverfis- og samgöngunefndar sat hjá við afgreiðslu málsins.