Uppbygging vegna sögutengdrar ferðaþjónustu - tillaga að verkefni
Málsnúmer 2005011
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 914. fundur - 13.05.2020
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. maí 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Undanfarið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna í að greina tækifæri í sögu og menningu fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Þó kannanirnar hafi sýnt að almennt er góð upplifun af söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, eru atriði sem hægt væri að bæta. Því vill Markaðsstofan hvetja alla þá sem sinna slíkri starfsemi, og sveitarfélög, að skoða hvort hægt sé að byggja upp og bæta þjónustu við söfn, setur og sýningar og nýta tímann núna meðan rólegt er. Auk þess væri tilvalið að skoða almenna uppbyggingu á sögustöðum á viðkomandi svæði.