Fara í efni

Aðalgata 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2006111

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Ingimar Jóhannssyni, kt. 091049-4149, f.h. Sauðárkrókskirkju, um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru afturkræfar og brjóta ekki í bága við skipulagsáætlanir á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 924. fundur - 06.08.2020

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Sauðárkrókskirkju, umsókn um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 1. júlí til og með 15. júlí 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir bárust.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 20.08.2020

Ingimar Jóhannsson kt. 091049-4149 sækir f.h. Sauðárkrókskirkju um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju að Aðalgötu 1, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins.
Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149. Uppdráttur er í verki 640405, númer A-100 dagsettur 5. júní 2020.
Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsett 13. maí 2020, ásamt samþykki eiganda Skógargötu 13, dagsett 4. júní 2020.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur fjallað um erindið í samræmi við lög nr 87/2015.

Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.