Fjárhagsáætlun 2021 - 2025
Málsnúmer 2007023
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 940. fundur - 19.11.2020
Farið yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2021-2025.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 941. fundur - 24.11.2020
Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2024.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020
Fjárhagsáætlun 2021-2024 vísað frá 941. fundi byggðarráðs þann 24. nóvember 2020 til fyrri umræðu sveitarstjórnar.
Sigfús Ingi Sigfssson sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagsáætlun 2020-2024.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt sveitarfélaginu frest til 1. desember 2020 til að leggja fjárhagsáætlunina fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn og frest til 31. desember 2020 til að afgreiða fjárhagsáætlunina úr sveitarstjórn. Er það gert á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna Covid-19 faraldursins.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.219 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.406 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 5.944 m.kr., þar af A-hluti 5.298 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 275 m.kr. Afskriftir nema 248 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 261 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 234 m.kr.
Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 107 m.kr. Afskriftir nema 156 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 204 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 253 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.607 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 9.012 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.790 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.563 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.816 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,34%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.449 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,76%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 51 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 201 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2022 eru 6.466 m.kr., fyrir árið 2023 6.680 m.kr. og fyrir árið 2024 6.932 m.kr. Rekstrarniðurstöður samstæðunnar er áætlaðar neikvæðar fyrir næstu ár. Árið 2022 273 m.kr., fyrir árið 2023 313 m.kr. og fyrir árið 2024 347 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2022 verði 174 m.kr., fyrir árið 2023 verði 156 m.kr. og fyrir árið 2024 142 m.kr.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Sigfús Ingi Sigfssson sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagsáætlun 2020-2024.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt sveitarfélaginu frest til 1. desember 2020 til að leggja fjárhagsáætlunina fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn og frest til 31. desember 2020 til að afgreiða fjárhagsáætlunina úr sveitarstjórn. Er það gert á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast vegna Covid-19 faraldursins.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.219 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.406 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 5.944 m.kr., þar af A-hluti 5.298 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 275 m.kr. Afskriftir nema 248 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 261 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 234 m.kr.
Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 107 m.kr. Afskriftir nema 156 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 204 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 253 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.607 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 9.012 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.790 m.kr. Þar af hjá A-hluta 7.563 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.816 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,34%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.449 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,76%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 51 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 201 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2022-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2022 eru 6.466 m.kr., fyrir árið 2023 6.680 m.kr. og fyrir árið 2024 6.932 m.kr. Rekstrarniðurstöður samstæðunnar er áætlaðar neikvæðar fyrir næstu ár. Árið 2022 273 m.kr., fyrir árið 2023 313 m.kr. og fyrir árið 2024 347 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2022 verði 174 m.kr., fyrir árið 2023 verði 156 m.kr. og fyrir árið 2024 142 m.kr.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 943. fundur - 09.12.2020
Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundabúnað.
Klukkan 9:30 var farið yfir málaflokk 07-Brunavarnir. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Svavar Atli Birgisson slökkvilisstjóri, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 10:00 var farið yfir eftirtalda málaflokka; 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita og 67-Hitaveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 10:30 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir; 08-Hreinlætismál, 10-Umferðar- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 61-Hafnarsjóður og 69-Fráveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 9:30 var farið yfir málaflokk 07-Brunavarnir. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Svavar Atli Birgisson slökkvilisstjóri, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 10:00 var farið yfir eftirtalda málaflokka; 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita og 67-Hitaveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Haraldur Þór Jóhannsson formaður veitunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 10:30 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir; 08-Hreinlætismál, 10-Umferðar- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 61-Hafnarsjóður og 69-Fráveita. Þátt tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 944. fundur - 10.12.2020
Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Klukkan 9:00 var farið yfir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Þátt tóku Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 9:45 voru málaflokkar 02-Félagsmál og 06-Æskulýðs- og íþróttamál teknir fyrir. Þátt tóku Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður félags- og tómstundanefndar, Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd, Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 10:15 var málaflokkur 09-Skipulags- og byggingarmál á dagskrá. Þátt tóku nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar; Einar E. Einarsson formaður, Regína Valdimarsdóttir varaformaður og Álfhildur Leifdóttir. Einnig Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Klukkan 10:45 var málaflokkur 04-Fræðslumál tekinn fyrir. Þátt tóku Axel Kárason formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varafulltrúi í fræðslunefnd og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi. Einnig Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs, Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 11:30 var málaflokkur 13-Landbúnaðarmál á dagskrá. Þátt tóku Jóhannes H. Ríkharðsson formaður landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason varaformaður, Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 11:45 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir 00-Skatttekjur, 03-Heilbrigðismál, 21-Sameiginlegur kostnaður og 22-Lífeyrisskuldbindingar. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti áætlanirnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Klukkan 9:00 var farið yfir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Þátt tóku Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 9:45 voru málaflokkar 02-Félagsmál og 06-Æskulýðs- og íþróttamál teknir fyrir. Þátt tóku Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður félags- og tómstundanefndar, Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd, Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 10:15 var málaflokkur 09-Skipulags- og byggingarmál á dagskrá. Þátt tóku nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar; Einar E. Einarsson formaður, Regína Valdimarsdóttir varaformaður og Álfhildur Leifdóttir. Einnig Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Klukkan 10:45 var málaflokkur 04-Fræðslumál tekinn fyrir. Þátt tóku Axel Kárason formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varafulltrúi í fræðslunefnd og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi. Einnig Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs, Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 11:30 var málaflokkur 13-Landbúnaðarmál á dagskrá. Þátt tóku Jóhannes H. Ríkharðsson formaður landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason varaformaður, Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 11:45 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir 00-Skatttekjur, 03-Heilbrigðismál, 21-Sameiginlegur kostnaður og 22-Lífeyrisskuldbindingar. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti áætlanirnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020
Vísað frá 944. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2020.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024 er lögð fram til seinni umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021 og áætlunar fyrir árin 2022-2024 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2021 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 7.378 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.408 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 7.201 m.kr., þ.a. A-hluti 6.382 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 431 m.kr, afskriftir nema 253 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 220 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð neikvæð, samtals með 43 m.kr. í rekstrartap.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 180 m.kr, afskriftir nema 154 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 176 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 151 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.635 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 7.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.603 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 6.068 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.033 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 28,51%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.562 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,47%.
Ný lántaka er áætluð 800 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 479 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.338 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.221 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 103% og skuldaviðmið 82%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 150 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 386 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 251 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar hefur af einhverju leiti litast af því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Það eru krefjandi tímar framundan í fjármálum sveitarfélaga, og það á jafnt á við sveitarfélagið okkar sem og önnur. Okkar styrkleikar sjást þó vel í því að atvinnuástand verður almennt að teljast gott í sveitarfélaginu, og fyrirtæki hafa stigið upp og reynt hvað hægt er að halda sinni starfsemi óbreyttri. Það er mikilsvirði. Fjárhagsáætlunin hefur verið unnin í ágætri sátt, og hafa sveitarstjórnarfulltrúar úr öllum framboðum lagt sig fram um að ná samstöðu um þær leiðir sem farið verður í til að ná endum saman í rekstri sveitarsjóðs, án þess að það bitni á þjónustu við íbúa. Það er mikilvægt. Ráðgert er að fara í mikla vinnu við að deiliskipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Það er löngu tímabært, og í raun forsenda þess að íbúum hér geti fjölgað. Í byggðakjörnum sveitarfélagsins má ekki vera skortur á lóðum, því við viljum fjölga íbúum sem víðast í sveitarfélaginu. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er meðal annars ráðgert að fara í stækkun á leikskóla á Sauðárkróki, endurnýjun á skólahúsnæði í Varmahlíð, og hönnun á íþróttahúsi í Hofsós. Það er mjög mikilvægt að þetta komist til framkvæmda á nýju ári. Hinsvegar er ástæða til að ætla að bygging á nýju menningarhúsi okkar Skagfirðinga á Sauðárkróki komi til með að íþyngja rekstri sveitarfélagsins enn frekar. Nær væri að huga að viðhaldi á núverandi samkomuhúsi á Sauðárkróki, Bifröst, en þar má til dæmis nefna aðgengismál, sem eru sveitarfélaginu ekki til sóma. Að þessu sögðu munum við fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða þar sem lausnarmiðuð hugsun og samvinna hefur staðið uppúr hvað varðar að bregðast við breyttum aðstæðum og láta verkin ganga upp. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Eftir undangengið nokkurra ára góðæri, tóku við sérstakir tímar með viðvarandi farsótt og óvissu þegar Covid-19 lagðist yfir heimsbyggðinna snemma árs. Þessu hefur fylgt mikil röskun á högum fólks og komið illa við marga. Samdráttarskeið hefur riðið yfir landið, sem víðar um heiminn en vonir standa til að horfa muni til betri vegar með hækkandi sól á nýju ári, en viðsnúnings vart að vænta fyrr en eftir mitt árið. Margar fjölskyldur í landinu eiga um sárt að binda, ekki síst vegna atvinnumissis og tekjuskerðinga. Skagafjörður er ekki ósnortinn af neikvæðum áhrifum farsóttarinnar, en hér höfum við samt notið fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja, þrátt fyrir samdrátt í greinum eins og ferðaþjónustu. Því er hér lítið atvinnuleysi og skatttekjur sveitarfélagsins hafa nokkuð haldið sér, sem er ekki reyndin hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélagið Skagafjörður verður því ekki fyrir eins miklum skakkaföllum fyrir vikið. Þá fær sveitarfélagið verulegar viðbótartekjur á næsta ári með mikilli hækkun fasteignamats.
Hækkun kostnaðar vegna einstakra liða eins og vegna nýrra kjarasamninga, svo sem við kennara er hinsvegar nokkuð sem búast mátti við og þarf að taka tillit til í áætlanagerð hvers ár og réttlætir ekki sérstakar aðgerðir vegna þeirra. Góðæri áranna á undan hefur því miður ekki verið nýtt sem skyldi hjá Skagafirði til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir þyngri ár eða tímabundinn áföll. Þá hefur verið ráðist í einstakar dýrar skuldbindingar sem eiga það ekki allar sameiginlegt að vera hyggilegar og þyngja reksturinn ásamt því að offra tekjum.
Í ljósi þess að Covid-19 ástandið er tímabundið, sem og í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Á þessum tímum er aldrei mikilvægara að hlúa vel að íbúum sveitarfélagsins og standa vörð um grunnþjónustu án skerðingar. Það getur sveitarfélagið Skagafjörður. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar er hægt að sýna aðhald, þar ætti að byrja.
Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um framkvæmdir og viðhald húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Í sumum tilvikum þola slík verkefni enga bið, svo sem að auka og bæta aðstöðu yngstu leikskólabarna á Sauðárkróki og hraða eins og hægt er uppbyggingu á nýjum leikskóla og íþróttahúsi á Hofsósi. Bið eftir brýnum úrbótum í húsnæðismálum leikskóla á Hofsósi ásamt betri aðstöðu til íþróttaiðkunar, hefur staðið yfir allt of lengi. Þá þarf að hraða vinnu við lausnir á leikskólamálum í Varmahlíð og endurbótum á húsnæði grunnskólans. Stefnt er að mörgum mikilvægum uppbyggingar- og viðhaldsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2021 sem sveitarstjórn er í flestu sammála um. Þar höfum við lagt hvað mesta áherslu á að ráðist sé í frekari endurbætur og uppbyggingu leik, og grunnskólamannvirkja héraðsins. Fleiri framkvæmdir og viðhaldsverkefni má nefna, en viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu, svo fátt eitt sé nefnt. Aðgengismálum við húsnæði sveitarfélagsins er enn víða ábótavant og ítrekuð er hvatning til sveitarstjórnar til að sameinast nú þegar um að laga aðgengi að Menningarhúsinu Bifröst og að því húsi verði sýndur sá sómi sem hæfir og hlúð að lifandi menningarstarfi í húsinu.
Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill koma á framfæri þökkum fyrir farsælt samstarf og þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið. Við þökkum líka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2021. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir góða vinnu og gott samstarf á árinu.Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra
Gisli Sigurðsson tók til máls og leggur fram bókun meirihluta.
Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið afar sérstakt, erfiður vetur og heimsfaraldurinn Covid-19 gengið yfir heimsbyggðina. Mikil óvissa hefur verið í efnahagsmálum á árinu 2020 og því mikil áskorun að vinna fjárhagsáætlun Sveitafélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitafélagsins gerir það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir svona tímabundnar efnahagsþrengingar en síðast liðin 6 ár hefur sveitarfélagið skilað tæplega 900 milljónum í rekstrarafgang. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir um 2,5% í samræmi við lífskjarasamninga. Hækkun vísitölu neysluverðs gerir ráð fyrir eilítið meiri hækkun eða 2,7% sem þýðir að um raunlækkun gjaldskráa er að ræða á næsta ári. Gert er ráð fyrir hækkun launavísitölu upp á 5,5% en hún var 7,1% síðastliðna 12 mánuði. Álagningarprósenta fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis er jafnframt lækkuð úr 0,5% í 0,475% til að koma til móts við fasteignaeigendur í A-flokki.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur hjá heimilum í Skagafirði.
Þrátt fyrir neikvæða útkomu í fjárhagsáætluninni upp á 43 m.kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins þá eru mörg teikn á lofti að raun niðurstaðan gæti orðið betri og jafnvel jákvæð ef ytri aðstæður batna á ný í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni.
Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er í Skagafirði og uppgangur hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Til að mæta því þarf áframhaldandi uppbyggingu innviða. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna að lokið verður við byggingu nýs leikskóla á Hofsósi, byggt verður fyrir fleiri leikskólarými við leikskólann Ársali, framkvæmdir hefjast við áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, unnið verður að endurnýjun og uppbyggingu í Varmahlíðaskóla, hafnar verða framkvæmdir við nýja götu Nestún á Sauðárkróki, framkvæmdir verða við hafnirnar á Hofsósi og Sauðárkróki, og lokið verður við hönnun íþróttahúss á Hofsósi.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2021 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 103%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 82% sem er vel innan allra marka, þrátt fyrir miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitafélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitafélagsins og stofnana þess. Einnig viljum við þakka öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu á árinu en hún hefur oft verið erfið, snúin og miklar áskoranir vegna heimsfaraldursins Covid-19 sem nú gengur yfir.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins. Í maí var kynnt viðspyrna sveitarfélagsins vegna Covid-19, Varnir-Vernd-Viðspyrna. Mikil og góð samstaða hefur verið um þær aðgerðir.
Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Axel Kárason
Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, kvaddi sér hljóðs.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar Byggðalista Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar Vg og óðháðra Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, óska bókað að þau sitji hjá.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024 er lögð fram til seinni umræðu.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021 og áætlunar fyrir árin 2022-2024 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2021 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 7.378 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.408 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 7.201 m.kr., þ.a. A-hluti 6.382 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 431 m.kr, afskriftir nema 253 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 220 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð neikvæð, samtals með 43 m.kr. í rekstrartap.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 180 m.kr, afskriftir nema 154 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 176 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 151 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2021, 10.635 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 7.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.603 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 6.068 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.033 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 28,51%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.562 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,47%.
Ný lántaka er áætluð 800 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða um 479 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.338 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.221 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 103% og skuldaviðmið 82%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 150 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 386 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 251 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar hefur af einhverju leiti litast af því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Það eru krefjandi tímar framundan í fjármálum sveitarfélaga, og það á jafnt á við sveitarfélagið okkar sem og önnur. Okkar styrkleikar sjást þó vel í því að atvinnuástand verður almennt að teljast gott í sveitarfélaginu, og fyrirtæki hafa stigið upp og reynt hvað hægt er að halda sinni starfsemi óbreyttri. Það er mikilsvirði. Fjárhagsáætlunin hefur verið unnin í ágætri sátt, og hafa sveitarstjórnarfulltrúar úr öllum framboðum lagt sig fram um að ná samstöðu um þær leiðir sem farið verður í til að ná endum saman í rekstri sveitarsjóðs, án þess að það bitni á þjónustu við íbúa. Það er mikilvægt. Ráðgert er að fara í mikla vinnu við að deiliskipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Það er löngu tímabært, og í raun forsenda þess að íbúum hér geti fjölgað. Í byggðakjörnum sveitarfélagsins má ekki vera skortur á lóðum, því við viljum fjölga íbúum sem víðast í sveitarfélaginu. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er meðal annars ráðgert að fara í stækkun á leikskóla á Sauðárkróki, endurnýjun á skólahúsnæði í Varmahlíð, og hönnun á íþróttahúsi í Hofsós. Það er mjög mikilvægt að þetta komist til framkvæmda á nýju ári. Hinsvegar er ástæða til að ætla að bygging á nýju menningarhúsi okkar Skagfirðinga á Sauðárkróki komi til með að íþyngja rekstri sveitarfélagsins enn frekar. Nær væri að huga að viðhaldi á núverandi samkomuhúsi á Sauðárkróki, Bifröst, en þar má til dæmis nefna aðgengismál, sem eru sveitarfélaginu ekki til sóma. Að þessu sögðu munum við fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða þar sem lausnarmiðuð hugsun og samvinna hefur staðið uppúr hvað varðar að bregðast við breyttum aðstæðum og láta verkin ganga upp. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Eftir undangengið nokkurra ára góðæri, tóku við sérstakir tímar með viðvarandi farsótt og óvissu þegar Covid-19 lagðist yfir heimsbyggðinna snemma árs. Þessu hefur fylgt mikil röskun á högum fólks og komið illa við marga. Samdráttarskeið hefur riðið yfir landið, sem víðar um heiminn en vonir standa til að horfa muni til betri vegar með hækkandi sól á nýju ári, en viðsnúnings vart að vænta fyrr en eftir mitt árið. Margar fjölskyldur í landinu eiga um sárt að binda, ekki síst vegna atvinnumissis og tekjuskerðinga. Skagafjörður er ekki ósnortinn af neikvæðum áhrifum farsóttarinnar, en hér höfum við samt notið fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja, þrátt fyrir samdrátt í greinum eins og ferðaþjónustu. Því er hér lítið atvinnuleysi og skatttekjur sveitarfélagsins hafa nokkuð haldið sér, sem er ekki reyndin hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélagið Skagafjörður verður því ekki fyrir eins miklum skakkaföllum fyrir vikið. Þá fær sveitarfélagið verulegar viðbótartekjur á næsta ári með mikilli hækkun fasteignamats.
Hækkun kostnaðar vegna einstakra liða eins og vegna nýrra kjarasamninga, svo sem við kennara er hinsvegar nokkuð sem búast mátti við og þarf að taka tillit til í áætlanagerð hvers ár og réttlætir ekki sérstakar aðgerðir vegna þeirra. Góðæri áranna á undan hefur því miður ekki verið nýtt sem skyldi hjá Skagafirði til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir þyngri ár eða tímabundinn áföll. Þá hefur verið ráðist í einstakar dýrar skuldbindingar sem eiga það ekki allar sameiginlegt að vera hyggilegar og þyngja reksturinn ásamt því að offra tekjum.
Í ljósi þess að Covid-19 ástandið er tímabundið, sem og í ljósi þess að sveitarfélagið stendur ágætlega að vígi, er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Sveitarfélagið má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Á þessum tímum er aldrei mikilvægara að hlúa vel að íbúum sveitarfélagsins og standa vörð um grunnþjónustu án skerðingar. Það getur sveitarfélagið Skagafjörður. Hins vegar má sífellt endurskoða hvaða gjaldaliðir falla ekki undir grunnþjónustu en eru sveitarfélaginu kostnaðarsamir. Þar er hægt að sýna aðhald, þar ætti að byrja.
Vel þarf að fylgja eftir áætlunum um framkvæmdir og viðhald húseigna sveitarfélagsins og sjá til þess að verkin séu unnin á þeim tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Í sumum tilvikum þola slík verkefni enga bið, svo sem að auka og bæta aðstöðu yngstu leikskólabarna á Sauðárkróki og hraða eins og hægt er uppbyggingu á nýjum leikskóla og íþróttahúsi á Hofsósi. Bið eftir brýnum úrbótum í húsnæðismálum leikskóla á Hofsósi ásamt betri aðstöðu til íþróttaiðkunar, hefur staðið yfir allt of lengi. Þá þarf að hraða vinnu við lausnir á leikskólamálum í Varmahlíð og endurbótum á húsnæði grunnskólans. Stefnt er að mörgum mikilvægum uppbyggingar- og viðhaldsverkefnum í sveitarfélaginu á árinu 2021 sem sveitarstjórn er í flestu sammála um. Þar höfum við lagt hvað mesta áherslu á að ráðist sé í frekari endurbætur og uppbyggingu leik, og grunnskólamannvirkja héraðsins. Fleiri framkvæmdir og viðhaldsverkefni má nefna, en viljum við líkt og áður benda sérstaklega á mikilvægi þess að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu, svo fátt eitt sé nefnt. Aðgengismálum við húsnæði sveitarfélagsins er enn víða ábótavant og ítrekuð er hvatning til sveitarstjórnar til að sameinast nú þegar um að laga aðgengi að Menningarhúsinu Bifröst og að því húsi verði sýndur sá sómi sem hæfir og hlúð að lifandi menningarstarfi í húsinu.
Mikið og gott samstarf hefur verið í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins um krefjandi verkefni ársins, enda mikilvægt að leggjast sameiginlega á árarnar á tímum sem þessum.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í flestum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill koma á framfæri þökkum fyrir farsælt samstarf og þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið. Við þökkum líka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2021. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir góða vinnu og gott samstarf á árinu.Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðsluna.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar VG og óháðra
Gisli Sigurðsson tók til máls og leggur fram bókun meirihluta.
Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi verið afar sérstakt, erfiður vetur og heimsfaraldurinn Covid-19 gengið yfir heimsbyggðina. Mikil óvissa hefur verið í efnahagsmálum á árinu 2020 og því mikil áskorun að vinna fjárhagsáætlun Sveitafélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem íbúar í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Árangur undanfarinna ára í rekstri sveitafélagsins gerir það að verkum að Sveitarfélagið Skagafjörður er vel undirbúið fyrir svona tímabundnar efnahagsþrengingar en síðast liðin 6 ár hefur sveitarfélagið skilað tæplega 900 milljónum í rekstrarafgang. Þar ber að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 hefur verið staðinn vörður um stoðkerfi samfélagsins með almennar gjaldskrárhækkanir um 2,5% í samræmi við lífskjarasamninga. Hækkun vísitölu neysluverðs gerir ráð fyrir eilítið meiri hækkun eða 2,7% sem þýðir að um raunlækkun gjaldskráa er að ræða á næsta ári. Gert er ráð fyrir hækkun launavísitölu upp á 5,5% en hún var 7,1% síðastliðna 12 mánuði. Álagningarprósenta fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis er jafnframt lækkuð úr 0,5% í 0,475% til að koma til móts við fasteignaeigendur í A-flokki.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á undanförnum misserum sem er augljós vitnisburður um að í Sveitarfélaginu Skagafirði er eftirsóknarvert að búa og að hér er rekin góð og öflug fjölskylduvæn þjónusta. Hvergi verður slakað á í því að Sveitafélagið Skagafjörður verði áfram fjölskylduvænt sveitarfélag sem er samkeppnishæft við önnur sveitarfélög nú sem endranær. Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur hjá heimilum í Skagafirði.
Þrátt fyrir neikvæða útkomu í fjárhagsáætluninni upp á 43 m.kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins þá eru mörg teikn á lofti að raun niðurstaðan gæti orðið betri og jafnvel jákvæð ef ytri aðstæður batna á ný í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni.
Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er í Skagafirði og uppgangur hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Til að mæta því þarf áframhaldandi uppbyggingu innviða. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna að lokið verður við byggingu nýs leikskóla á Hofsósi, byggt verður fyrir fleiri leikskólarými við leikskólann Ársali, framkvæmdir hefjast við áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, unnið verður að endurnýjun og uppbyggingu í Varmahlíðaskóla, hafnar verða framkvæmdir við nýja götu Nestún á Sauðárkróki, framkvæmdir verða við hafnirnar á Hofsósi og Sauðárkróki, og lokið verður við hönnun íþróttahúss á Hofsósi.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2021 ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 103%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 82% sem er vel innan allra marka, þrátt fyrir miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu á undanförnum árum.
Sú áætlun sem nú er lögð fram var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu. Sveitarstjórnafólk og nefndarfólk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill þakka starfsfólki sveitafélagsins sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitafélagsins og stofnana þess. Einnig viljum við þakka öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu á árinu en hún hefur oft verið erfið, snúin og miklar áskoranir vegna heimsfaraldursins Covid-19 sem nú gengur yfir.
Fulltrúum minnihlutans, Byggðalistanum og VG og óháðum, viljum við þakka það góða samstarf sem hefur verið um þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna heimsfaraldursins. Í maí var kynnt viðspyrna sveitarfélagsins vegna Covid-19, Varnir-Vernd-Viðspyrna. Mikil og góð samstaða hefur verið um þær aðgerðir.
Sveitarstjóranum þökkum við samstarfið og hans góðu vinnu.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Axel Kárason
Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, kvaddi sér hljóðs.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar Byggðalista Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar Vg og óðháðra Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, óska bókað að þau sitji hjá.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021-2025 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar og umfjöllunar í nefndum. Byggðarráð samþykkir einnig að fyrri umræða í sveitarstjórn verði 18. nóvember n.k. og síðari umræða verði 9. desember 2020.