Lagt fram bréf dagsett 15. október 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til allra sveitarfélaga. Ljóst er að þær efnahagslegu aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins fela í sér miklar áskoranir við undirbúning og framsetningu fjárhagsáætlana sveitarfélaga vegna ársins 2021. Að mati ráðuneytisins eru veigamikil rök fyrir því að veita öllum sveitarfélögum frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana sé þess óskað á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga. Sé þess óskað mun ráðuneytið veita eftirfarandi fresti: 1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020. 2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um frest, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlagasamkvæmt ofangreindu, til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.
1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um frest, á grundvelli 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlagasamkvæmt ofangreindu, til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.