Lagður fram viðauki 2 við rekstrarsamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls, um skíðasvæði í Tindastóli frá 20. desember 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011. Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli, sem tilgreindar eru í eignaskrá sem er viðauki við fyrrgreindan rekstrarsamning. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.