Öryggi fjarskipta
Málsnúmer 2010186
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 938. fundur - 04.11.2020
Lagt fram bréf dagsett 27. október 2020 frá Neyðarlínunni ohf. varðandi bókun byggðarráðs frá 21. október 2020 um öryggi fjarskipta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Þá skorar byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar enn fremur á Neyðarlínuna og ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum í Skagafirði áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum. Annað er með öllu ólíðandi.