Byggðarráð Skagafjarðar - 938
Málsnúmer 2011001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020
Fundargerð 938. fundar byggðarráðs frá 4. nóvember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 404. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs. Rætt um að koma á fót nýsköpunarklasa í Skagafirði til að styðja við og efla það fjölbreytta frumkvöðlastarf sem er í Skagafirði. Málið rætt. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagt fram bréf dagsett 27. október 2020 frá Neyðarlínunni ohf. varðandi bókun byggðarráðs frá 21. október 2020 um öryggi fjarskipta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2020 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Fundargerð stjórnar HNV þann 28.10. 2020 lögð fram ásamt samþykktum embættisins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Í fjárhagsáætlun embættisins fyrir árið 2021 er ekki gert ráð fyrir hækkun á framlögum frá sveitarfélögunum til rekstursins né gjaldskrá embættisins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlun embættisins en byggðarráð leggur til að 4. grein samþykkta embættisins verði óbreytt að svo stöddu. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2020 frá Þ Jónssyni slf. rekstraraðila Félagsheimilisins Ljósheima. Rekstur ársins hefur verið dapur á árinu vegna Covid-19 og er óskað eftir að sveitarfélagið greiði rekstrarkostnað húsnæðisins fyrir nóvember og desembermánuð 2020. Fram kemur að Þ Jónsson slf. mun ekki endurnýja núgildandi leigusamning um húsnæðið. Samningurinn rennur út 31.12. 2020.
Byggðarráð samþykkir að styrkja reksturinn um 76.000 kr. samtals, vegna orkukostnaðar í nóvember og desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum. - .5 2010225 Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki tilByggðarráð Skagafjarðar - 938 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. október 2020 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 938. fundar byggðarráðs staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.