Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 215

Málsnúmer 2011010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Fundargerð 215. fundar landbúnaðarnefndar frá 20. nóvember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 404. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram bréf dagsett 16. september 2020 frá Jónínu Stefánsdóttur, þar sem hún beinir því til landbúnaðarnefndar að sjá svo um að afréttargirðingar standi uppi og séu heilar eftir að fénaði er hleypt á fjall.
    Landbúnaðarnefnd beinir því til fjallskilanefnda í sveitarfélaginu að sjá svo um að afréttargirðingar séu í lagi áður en búpeningi er sleppt á fjall.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram erindi dagsett 30. ágúst 2020 frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, Breiðagerði, varðandi Breiðargerðisrétt. Óskar hún eftir að samkomulagi frá 11. júní 1987 milli Sigfúsar Steindórssonar þáverandi landeiganda og Lýtingsstaðahrepps um viðhald réttarinnar verði formlega rift. Réttinni hefur ekki verið við haldið um langa tíð og hún orðin léleg.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fella bókunina frá 11. júní 1987 úr gildi. Landeiganda er frjálst að ráðstafa réttinni og landinu umhverfis að vild enda réttin ekki í eigu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Borið hefur á því að í haust að hross hafi ítrekað verið í lausagöngu í og við Hofsós.
    Landbúnaðarnefnd vill ítreka við búfjáreigendur sem eru með land á leigu hjá sveitarfélaginu að þeir gæti þess að halda girðingum í lagi svo búpeningur haldist innan girðinga. Ítrekuð brot á leigusamningi geta leitt til uppsagnar samnings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lögð fram fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka sem landbúnaðarnefnd fjallar um. Fjárhagsáætlun landbúnaðarmála í málaflokki 13 gerir ráð fyrir útgjöldum að fjárhæð 15.628 þús.kr. Landbúnaðarnefnd hefur haft á sinni könnu umsjón með minka- og refaeyðingu sem er innan fjárheimilda málaflokks 11-Umhverfismál. Áætlun 2021 gerir ráð fyrir 7.360 þús.kr. til minka- og refaeyðingar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því fjárhæðin verði hækkuð um 400 þús.kr. vegna minkaeyðingar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að byggðarráð sjái til þess að eignasjóður fái fjármagn á árinu 2021 til þess að sinna aðkallandi viðhalds- og uppbyggingarverkefnum vegna skilarétta í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis þar sem tilkynnt er um að greinst hafi riða í sauðfé á bænum Minni-Ökrum, Akrahreppi.
    Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að greining sýna hjá Tilraunastöðinni á Keldum verði hraðað sem kostur er og æskilegast er að henni verði lokið fyrir áramót. Einnig er mjög mikilvægt að bændur fái niðurstöður við lok greiningar hver sem niðurstaðan er vegna þeirrar óvissu sem margir bændur búa við í Tröllaskagahólfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
    Bókun:
    Fulltrúar Byggðalista taka undir áhyggjur landbúnaðarnefndar hvað varðar stöðu sauðfjárbænda vegna riðusmita sem greinst hafa í Tröllaskagahólfi nú á haustmánuðum. Núverandi fyrirkomulag á greiningu sýna virðist ekki vera að anna umfangi verkefnisins. Því teljum við mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra taki höndum saman og skoði þann möguleika að Tilraunastöðin að Keldum og MATÍS vinni saman við greiningu á sýnum og úrvinnslu þeirra, til að flýta fyrir og efla þekkingu á sauðfjársjúkdómum.
    Ólafur Bjarni Haraldsson
    Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2020 frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um að settur hafi verið saman starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig þetta samstarf verði best unnið á svæðisvísu. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. september 2020 frá Matvælastofnun þar sem tilkynnt er um að umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verði fækkað úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tilheyra N-Vesturumdæmi. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 215 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkur fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 215. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.