Fara í efni

Fræðslunefnd - 162

Málsnúmer 2011013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Fundargerð 162. fundar fræðslunefndar frá 18. nóvember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 404. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í grunnskóla og heilsdagsskóla (frístund) hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
    Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
    Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Lagt er til að gjaldskrá fæðis og dvalar í leikskóla hækki um 2.5% frá og með 1. janúar 2021.
    Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við þessa afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni vinnustyttingar í leikskólum Skagafjarðar sem miðar að því að bæta starfsumhverfi starfsmanna skólanna. Hvatinn að verkefninu var annars vegar hröð starfsmannavelta og mikil veikindi og hins vegar var markmiðið að skapa rými í starfsdeginum til að sinna ýmsum erindum utan starfsstöðvar á dagvinnutíma, svo sem læknisheimsóknum o.fl. Gert var ráð fyrir að kjarasamningsbundin vinnustytting kæmi inn í tilraunaverkefnið en yrði ekki viðbót við ákvörðun sveitarfélagsins um vinnustyttingu. Við skipulagningu styttingarinnar var ákveðið að með ákveðnum tilfærslum í dagskipulagi væru starfsmönnum í 100% starfi gefinn kostur á að stytta vinnudaginn um þrjár klukkustundir í viku hverri og hlutfallslega m.v. minna starfshlutfall. Auk vinnustyttingar var ákveðið að festa lágmarksundirbúningstíma 15 tíma fyrir hverja deild. Gert var ráð fyrir að verkefnið hæfist á vormánuðum þessa árs en vegna kórónuveirufaraldursins var ákveðið að seinka innleiðíngu þess fram á haustmánuði. Jafnframt var ákveðið að leggja reglulegt mat á verkefnið m.t.t. markmiða þess. Þriðja bylgja faraldursins hefur orðið til þess að erfitt er að meta árangur af verkefninu. Því er lagt til að verkefnið haldi áfram á árinu 2021 þó með þeirri breytingu að í stað þriggja klukkustunda styttingu er lagt til að hún verði tveir tímar. Með kjarasamningsbundinni styttingu verður framlag sveitarfélagsins 55 mínútur í viku hverri. Ástæða þess að dregið er úr syttingunni er sú að afar erfiðlega hefur gengið að skipuleggja starfsdaginn í stærsta leikskólanum og erfitt hefur reynst að ráða starfsfólk til starfa til að mæta styttingunni. Ítrekað er að þetta er tilraunaverkefni sem meta þarf reglulega áður en tekin verður endanleg ákvörðun um að festa fyrirkomulagi í sessi.
    Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar sem er næsti liður á dagskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Fjárhagsáætlun fræðslumála lögð fram til síðari umræðu í nefndinni.
    Rekstur fræðslumála er umfangsmikill og kostnaðarsamur. Á ársgrundvelli er reiknað með að hann taki til sín rúma tvo milljarða króna. Miðað við þann fjárhagsramma sem málaflokknum er ætlaður árið 2021 er ljóst að þar vantar um 127 milljónir króna svo halda megi rekstri málaflokksins óbreyttum frá því sem nú er. Laun og launatengd gjöld nema um 80% af útgjöldum. Ástæður þessarar miklu rekstraraukningar á milli ára eru fyrst og fremst tengdar kjarasamningsbundnum launahækkunum, breytingum á launaröðun ásamt ýmsum öðrum breytingum í kjarasamningum.
    Til að mæta þessari miklu fjárvöntun þarf annað hvort að koma til aukinna framlaga úr sveitarsjóði inn í málaflokkinn eða samdráttar í rekstri. Lagt er til að farin verði blönduð leið tekjuaukningar og samdráttar en lögð er áhersla á að samdráttur komi sem minnst niður á beinni þjónustu við nemendur.
    Fræðslunefnd felur sviðsstjóra í samstarfi við fræðslustjóra og stjórnendur stofnana að vinna áætlun um hvernig hagræða megi í rekstri einstakra stofnana. Óhjákvæmilegt er að samdráttur í rekstri komi að einhverju leyti niður á þjónustu en engu að síður er lögð áhersla á að hann skerði sem minnst beina þjónustu við nemendur t.d. er varðar stuðning í námi eða félagslegan stuðning. Auk þess að skoða sérstaklega launakostnað verði farið ítarlega í gegnum alla vörukaupa- og þjónustukaupaliði með það að markmiði að draga úr kostnaði.
    Áætlun þessari skal skila til fræðslunefndar eigi síðar en í lok marsmánaðar 2021.
    Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2021 eins hún liggur fyrir núna og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar, en mun ræða áætlunina aftur 2. desember.


    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Lagðar voru fram til kynningar starfsáætlanir leikskóla fyri árið 2020 - 2021.

    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 162 Lagðar voru fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2019-2020. Fræðslustjóri kynnti nefndinni helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar samræmdum og faglegum vinnubrögðum leikskólanna í Skagafirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar fræðslunefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.