Fara í efni

Jarðhitaréttindi á Steinsstöðum

Málsnúmer 2011045

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 71. fundur - 05.11.2020

Borist hefur erindi frá Dagnýju Stefánsdóttur og Róberti Loga Jóhannssyni þar sem þess er farið á leit að Sveitarfélagið Skagafjörður taki yfir umsjón með jarðhitaréttindum á Steinsstöðun.

Nefndin þakkar fyrir erindið. Farið var yfir málið og það rætt. Ljóst er að málsaðilar þurfa að koma sér saman um hvernig staðið skuli að nýtingu og mælingum á sameiginlegu jarðhitasvæði. Sviðsstjóra er falið að afla frekari gagna um málið til úrvinnslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Lagt fram bréf dagsett 25. mars 2022 frá Sunnu Axelsdóttur hdl. hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd umbjóðenda sinna Dagnýjar Stefánsdóttur og Róberts Loga Jóhannssonar, eigenda og ábúenda að Laugarmýri í Skagafirði, vegna jarðhitaréttinda og nýtingar heitavatnsborholu í landi Laugarbóls, L146191. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Hjörleifur Kvaran hrl. þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að fela Hjörleifi Kvaran að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Lagt fram bréf dagsett 2. september 2022 frá Sunnu Axelsdóttur lögmanni hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd ábúenda Laugarmýrar, varðandi heitavatnsréttindi að Steinsstöðum hinum fornu. Óskað er meðal annars eftir upplýsingum um stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi heitavatnsréttindin og fundi með byggðarráði og sveitarstjóra vegna málsins svo fljótt sem unnt er.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að taka saman upplýsingar og bjóða ábúendum Laugarmýrar til næsta fundar ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 14. fundur - 21.09.2022

Málið síðast á dagskrá 12. fundar byggðarráðs þann 7. september 2022. Lagt fram bréf dagsett 2. september 2022 frá Sunnu Axelsdóttur lögmanni hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd ábúenda Laugarmýrar, varðandi heitavatnsréttindi að Steinsstöðum hinum fornu. Óskað er meðal annars eftir upplýsingum um stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi heitavatnsréttindin og fundi með byggðarráði og sveitarstjóra vegna málsins svo fljótt sem unnt er. Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannesson sátu fundinn ásamt lögmanni sínum Sunnu Axelsdóttur sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat einnig fundinn ásamt lögmanni sveitarfélagsins Hjörleifi Kvaran sem tók þátt með fjarfundabúnaði.
Farið yfir stöðu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 39. fundur - 14.03.2023

Lagt fram bréf dagsett 6. mars 2023 undirritað af Sigurði Friðrikssyni, Bakkaflöt, Dagnýju Stefánsdóttur, Laugamýri og Jónínu Friðriksdóttur, Steinaborg, varðandi heitavatnsréttindi á Steinsstöðum. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdaráðs og Hjörleifur Kvaran lögmaður, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela Steini og Hjörleifi að gera drög að samningum við rétthafa heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir byggðarráð á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023

Lagðir fram samningar Skagafjarðarveitna-hitaveitu við Dagnýju Stefánsdóttur og Róbert Loga Jóhannesson, Sigurð Friðriksson og ferðaþjónustuna Bakkaflöt ehf., og Friðrik Rúnar Friðriksson um afhendingu á heitu vatni o.fl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Hjörleifi B. Kvaran lögmanni að kynna samningana fyrir rétthöfum heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum. Afstaða rétthafa verði kynnt fyrir byggðarráði þegar hún liggur fyrir.