Samningur um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir
Málsnúmer 2012076
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 946. fundur - 23.12.2020
Lagður fram samningur á milli Bæjartúns hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Byggðarráð vísar samningnum jafnframt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021
Lagður fram samningur á milli Bæjartúns hses og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um stofnframlag vegna byggingar leiguíbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Byggðarráð vísar samningnum jafnframt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Byggðarráð Skagafjarðar - 34. fundur - 09.02.2023
Farið yfir samning um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir, á milli sveitarfélagsins og Bæjartúns íbúðafélags hses. Arnór Halldórsson hrl. tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni að skrifa Bæjartúni hses. bréf í samræmi við viðræður á fundinum.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og Guðlaugur Skúlason kom inn í hennar stað. Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni að skrifa Bæjartúni hses. bréf í samræmi við viðræður á fundinum.
Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og Guðlaugur Skúlason kom inn í hennar stað. Vék hann síðan af fundi.