Fara í efni

Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101028

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 406. fundur - 20.01.2021

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, kt. 281265-5399, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi fyrir gistiheimili.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæði að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur.

Hafi ekki borist á auglýsingartíma ábendingar/ athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 115. fundur - 17.02.2021

Sigurjón Rúnar Rafnsson, kt. 281265-5399 sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, eiganda Aðalgötu 16b, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi, leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili. Breytingarnar varða fyrirhugaðar viðbyggingar við húsnæðið, til norðurs og suðurs, breytingu á útliti og lóð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 20027, númer C41.001 B, C41.002 B, C41.003 B og C41.004 B, dagsettir 4. maí 2020, með breyttingu B, dagsettri 28. desember 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 407. fundur - 24.02.2021

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Kaupfélags Skagfirðinga, eiganda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, umsókn um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi fyrir gistiheimili auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 27. janúar til og með 10. febrúar 2021 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingartíma.
Með vísan í 406. fundargerð sveitarstjórnar frá 20. janúar sl. hefur byggingarfulltrúi tekið málið til afgreiðslu.
Þetta tilkynnist hér með.