Fara í efni

Hitaveita - áætlun um hitaveituframkvæmdir

Málsnúmer 2102027

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 18.02.2021

Vinna við gerð áætlunar vegna hitaveituframkvæmda er hafin. Bragi Þór Haraldsson fór yfir grunnskjöl frá verkfræðistofunni Stoð og var staða málanna rædd. Forgangsraða þarf framkvæmdum samhliða öflun á heitu vatni og viðhaldi á hitaveitukerfunum frá Varmahlíð, Hrolleifsdal og í Hjaltadal.

Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að gerð áætlunarinnar og leggja fram frekari gögn á næsta fundi Veitunefndar.
Bragi Þór Haraldsson sat þennan lið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10. fundur - 05.09.2024

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóri fór yfir stöðu hitaveitumála í Skagafirði. Borun í Borgarmýrum lofar góðu og er á áætlun. Ef allt gengur eins og áætlað er mun borun ljúka eftiir um þrjár vikur.