Fara í efni

Beitarhólf á Sauðárkróki, þrifabeit

Málsnúmer 2103265

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4. fundur - 03.06.2024

Til fundar komu Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, Kári Gunnarsson landbúnaðar- og umhverfisfulltrúi og Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri þjónustumiðstöðvar til að ræða um þau svæði innan þéttbýlismarka Sauðárkróks sem nýtt hafa verið til hrossabeitar undanfarin ár, svokallaða þrifabeit. Ljóst er að þessi svæði breytast í takt við byggingar og fólksfjölgun á svæðinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram með kortlagningu svæða og framtíðarskipulag í huga.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5. fundur - 13.06.2024

Erindið tekið fyrir á 4. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar og var sviðstjóra ásamt starfsmönnum falið að vinna málið áfram með kortlagningu á svæðinu og framtíðarskipulag í huga og gerð samninga um þrifabeit á Sauðárkróki. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa eftir þeim sem óska eftir landi til þrifabeitar innan bæjarmarka Sauðárkróks, einnig að þeir sem hafa verið með slík hólf hingað til gefi sig fram.