Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.
Málsnúmer 2104010
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 961. fundur - 14.04.2021
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2021, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2021.
Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt stjórnvalda þann 31. mars sl. þar sem óskað var eftir umsögn um drög að ofangreindu frumvarpi. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka við fólksflutninga vegna almenningssamgangna, þar á meðal akstur vegna skipulagaða ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra og skipulagaðan flutning skólabarna. Til að koma til móts við aukin kostnað opinberra aðila við almenningssamgöngur er lagt til að ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fái endurgreiddan 50% af greiddum virðisaukaskatti tímabundið í þrjú ár.
Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er umfangsmikil aðkeypt akstursþjónusta vegna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins, þ.m.t. fatlaðs fólks, aldraða og skólabarna. Er um þjónustu að ræða kostar verulegar upphæðir og því ljóst að um væri að ræða aukna skattheimtu sem nemur tugum milljóna fyrir sveitarfélagið. Ekki þarf í því ljósi að fjölyrða um umfang þessarar þjónustu hjá sveitarfélögunum í heild sinni. Byggðarráð gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við mat á kostnaði frumvarpsins en þar kemur fram að áhrif breytinganna á fjárhag ríkis og sveitarfélaga verði takmörkuð. Þarna er einfaldlega farið rangt með.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst með öllu gegn því að komið verði á skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka.
Vísað er til tilkynningar í samráðsgátt stjórnvalda þann 31. mars sl. þar sem óskað var eftir umsögn um drög að ofangreindu frumvarpi. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka við fólksflutninga vegna almenningssamgangna, þar á meðal akstur vegna skipulagaða ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra og skipulagaðan flutning skólabarna. Til að koma til móts við aukin kostnað opinberra aðila við almenningssamgöngur er lagt til að ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra fái endurgreiddan 50% af greiddum virðisaukaskatti tímabundið í þrjú ár.
Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er umfangsmikil aðkeypt akstursþjónusta vegna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins, þ.m.t. fatlaðs fólks, aldraða og skólabarna. Er um þjónustu að ræða kostar verulegar upphæðir og því ljóst að um væri að ræða aukna skattheimtu sem nemur tugum milljóna fyrir sveitarfélagið. Ekki þarf í því ljósi að fjölyrða um umfang þessarar þjónustu hjá sveitarfélögunum í heild sinni. Byggðarráð gerir jafnframt alvarlegar athugasemdir við mat á kostnaði frumvarpsins en þar kemur fram að áhrif breytinganna á fjárhag ríkis og sveitarfélaga verði takmörkuð. Þarna er einfaldlega farið rangt með.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst með öllu gegn því að komið verði á skattskyldu aðkeyptrar akstursþjónustu verktaka.
Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.