Refa- og minkaveiðar 2021
Málsnúmer 2104154
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 18.06.2021
Lögð fram tillaga um breytt fyrirkomulag á verðlaunum fyrir hlaupadýr til annarra en ráðinna refaveiðimanna.
Skilyrði til að fá greitt fyrir hlaupadýr frá Sveitarfélaginu Skagafirði eru sem hér segir:
Dýrið sé veitt inna marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skottum þarf að skila inn fyrir 30. apríl ár hvert.
Að viðkomandi hafi gilt skotvopnaleyfi.
Skila inn dagsettri mynd ásamt staðsettum hnitum af dýri á þeim stað sem það er fellt.
Sé borið út æti skal framvísa gildu leyfi frá landeiganda og MAST um að viðkomandi hafi leyfi fyrir útburðinum.
Verðlaun verða 4.000 kr. til annarra en ráðinna veiðimanna að uppfylltum framangreindum skilyrðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir verktakasamning við Hafþór Smára Gylfason um refaveiði.
Skilyrði til að fá greitt fyrir hlaupadýr frá Sveitarfélaginu Skagafirði eru sem hér segir:
Dýrið sé veitt inna marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skottum þarf að skila inn fyrir 30. apríl ár hvert.
Að viðkomandi hafi gilt skotvopnaleyfi.
Skila inn dagsettri mynd ásamt staðsettum hnitum af dýri á þeim stað sem það er fellt.
Sé borið út æti skal framvísa gildu leyfi frá landeiganda og MAST um að viðkomandi hafi leyfi fyrir útburðinum.
Verðlaun verða 4.000 kr. til annarra en ráðinna veiðimanna að uppfylltum framangreindum skilyrðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna.
Landbúnaðarnefnd samþykkir verktakasamning við Hafþór Smára Gylfason um refaveiði.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Einnig samþykkir nefndin að greiða árið 2021 vegna refaveiða ráðinna veiðimanna, 20.000 kr. fyrir unnið grendýr, 10.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 1.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 9.000 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 2.000 kr. á dýr.