Fara í efni

Á Sturlungaslóð hættir starfsemi

Málsnúmer 2104233

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 89. fundur - 09.06.2021

Tekið fyrir tilkynning frá Kristínu Jónsdóttur fyrir hönd félagsins Á Sturlungaslóð, dagsett 28.04.21, þar sem tilkynnt er að starfsemi félagsins sé lögð niður. Í tilkynningunni kemur fram að markmiði félagsins sé náð þ.e. að koma menningararfi miðalda frá Sturlungatímanum á kortið í héraðinu en félagið var stofnað 2008.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir vel unnin störf og frumkvæði á að vekja athygli á sögu Sturlunga í Skagafirði.