Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

89. fundur 09. júní 2021 kl. 15:00 - 16:42 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá
Ragnheiður Halldórsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2022

Málsnúmer 2105051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 03.05.2021 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2022.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2022. Erindinu vísað til byggðarráðs.

2.Niðurstöður eftirlitskönnunar 2020 og næstu skref

Málsnúmer 2105130Vakta málsnúmer

Tekin fyrir Eftirlitskönnun 2020 frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Var könnunin gerð til að kanna stöðu skjalamála hjá afhendingaskyldum aðilum í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur að úrbóta sé þörf í skjalavistunarmálum hjá sveitarfélaginu. Nefndin leggur ríka áherslu á að fundin verði leið og að forstöðumenn stofnana taki þessi mál föstum tökum og komi skjalavörslumálum í lag í samvinnu við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Sólborg Una Pálsdóttir sat fundinn undir þessum lið

3.Rafræn móttökuverkstæði - skýrsla

Málsnúmer 2105226Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla um rafræn móttökuverkstæði sem unnin var af héraðsskjalasöfnum á Norðurlandi vestra.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur brýna þörf á samtali og samvinnu sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskjalasafns um varðveislu á stafrænum- og rafrænum gögnum. Nefndin felur starfsmönnum sínum að senda erindi þess efnis á Samband íslenskra sveitarfélaga.
Sólborg Una Pálsdóttir sat fundinn undir þessum lið

4.Hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 2006235Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörður sem unnin var af Ólínu Einarsdóttur í samvinnu við starfsmenn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir hönnunarstaðalinn og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

5.Félagsleikar Fljótamanna 2021 - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2105243Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrktarbeiðni dagsett 16.05.2021 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna - Félags- og samveruhátíð íbúa í Fljótum, hollvina og gesta um verslunarmannahelgina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710.

6.Styrkbeiðni - Hofsós heim 2021

Málsnúmer 2106070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn íbúasamtakana Byggjum upp Hofsós vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 300.000 kr. Tekið af lið 05710.

7.Uppsögn á rekstrarsamningi - Miðgarður

Málsnúmer 2106045Vakta málsnúmer

Tekin fyrir uppsögn á rekstri menningarhússins Miðgarðs frá Unni Gottsveinsdóttur fyrir hönd Gullgengis ehf, dagsett 03.06.21. Óskað er eftir að losna frá og með 1. október 2021. Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Gullgengis að losna undan samningi fyrr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Menningarhússins Miðgarðs. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.

8.Ósk um rökstuðning vegar úthlutunar styrks

Málsnúmer 2104243Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Pálínu Hildi Sigurðardóttur, dagsett 26.04.21, um rökstuðning vegna úthlutunar á tímabundnum styrk til stuðnings menningarstarfsemis í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir styrkveitingu til Bjórseturs Íslands.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti þann 01.03.2021 eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn var liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkurinn var ætlaður þeim sem orðið höfðu fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða á árinu 2020 sem fella þurfti niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hefði veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Úthlutun fór fram 14. apríl sl. og sótti Bjórsetur Íslands eftir styrk vegna tekjufalls þar sem aflýsa þurfti Bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal árið 2020. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal hefur verið haldin frá árinu 2011 og hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á matarmenningu jafnt sem bjórmenningu. Hátíðin er vel sótt og gefur mikið fyrir samfélagið á Hólum á meðan hún stendur yfir. Bjórsetur Íslands hlaut 160.000 kr styrk vegna tekjufalls fyrir Bjórhátíðina á Hólum árið 2020. Allir þeir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði í úthlutunarreglum um styrk fengu úthlutaðan styrk.

9.Á Sturlungaslóð hættir starfsemi

Málsnúmer 2104233Vakta málsnúmer

Tekið fyrir tilkynning frá Kristínu Jónsdóttur fyrir hönd félagsins Á Sturlungaslóð, dagsett 28.04.21, þar sem tilkynnt er að starfsemi félagsins sé lögð niður. Í tilkynningunni kemur fram að markmiði félagsins sé náð þ.e. að koma menningararfi miðalda frá Sturlungatímanum á kortið í héraðinu en félagið var stofnað 2008.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir vel unnin störf og frumkvæði á að vekja athygli á sögu Sturlunga í Skagafirði.

10.Fundagerðir Markaðsstofa Norðurlands

Málsnúmer 2002045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundagerðir Markaðsstofu Norðurlands.

Fundi slitið - kl. 16:42.