Tekin fyrir beiðni frá Pálínu Hildi Sigurðardóttur, dagsett 26.04.21, um rökstuðning vegna úthlutunar á tímabundnum styrk til stuðnings menningarstarfsemis í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir styrkveitingu til Bjórseturs Íslands. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti þann 01.03.2021 eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn var liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkurinn var ætlaður þeim sem orðið höfðu fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða á árinu 2020 sem fella þurfti niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hefði veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila. Úthlutun fór fram 14. apríl sl. og sótti Bjórsetur Íslands eftir styrk vegna tekjufalls þar sem aflýsa þurfti Bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal árið 2020. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal hefur verið haldin frá árinu 2011 og hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á matarmenningu jafnt sem bjórmenningu. Hátíðin er vel sótt og gefur mikið fyrir samfélagið á Hólum á meðan hún stendur yfir. Bjórsetur Íslands hlaut 160.000 kr styrk vegna tekjufalls fyrir Bjórhátíðina á Hólum árið 2020. Allir þeir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði í úthlutunarreglum um styrk fengu úthlutaðan styrk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti þann 01.03.2021 eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn var liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkurinn var ætlaður þeim sem orðið höfðu fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða á árinu 2020 sem fella þurfti niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hefði veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Úthlutun fór fram 14. apríl sl. og sótti Bjórsetur Íslands eftir styrk vegna tekjufalls þar sem aflýsa þurfti Bjórhátíðinni á Hólum í Hjaltadal árið 2020. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal hefur verið haldin frá árinu 2011 og hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á matarmenningu jafnt sem bjórmenningu. Hátíðin er vel sótt og gefur mikið fyrir samfélagið á Hólum á meðan hún stendur yfir. Bjórsetur Íslands hlaut 160.000 kr styrk vegna tekjufalls fyrir Bjórhátíðina á Hólum árið 2020. Allir þeir umsækjendur sem uppfylltu skilyrði í úthlutunarreglum um styrk fengu úthlutaðan styrk.