Fara í efni

Háeyri 8 - Lóðarmál

Málsnúmer 2105068

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Skipulagsfulltrúi hefur sent bréf á lóðarhafa lóðarinnar númer 8, við Háeyri, þar sem farið var fram á að lóðinni yrði skilað inn til sveitarfélagsins, þar sem ekki hefur verið byggt hús á lóðinni frá því lóð var úthlutað árið 1999. Það er mat skipulagsfulltrúa að lóðarhafi hafi ekki brugðist við beiðni um skil á lóðinni með réttum hætti.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til 3. gr. í þinglýstum lóðarleigusamningi dags. 10.12.2004, vegna Háeyrar 8 á Sauðárkróki. Þar sem segir m.a að hafi lóðarhafi ekki hafið framkvæmdir innan árs frá útgáfu lóðarleigusamnings skuli lóðinni skilað aftur til sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Skipulags- og byggingarnefnd afturkallar lóðarúthlutun með vísan til framangreinds.

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Hrólfur Sigurðsson fyrir hönd Krókfisks sækir um að gera breytingar á legu fyrirhugaðs hús á lóðinni við Háeyri 8 ásamt nýrri aðkomu að lóðinni frá Skarðseyri. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, en leggur til við sveitarstjórn að umbeðnar breytingarnar verði grenndarkynntar eigendum húsa við Lágeyri 3, Skarðseyri 11 b, Háeyri 4 og 6 í samræmi við 43. grein, önnur málsgrein Skipulagslaga nr. 123/2010. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 27. fundur - 14.12.2022

Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.

Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Hrólfur Sigurðsson fyrir hönd Krókfisks sækir um að gera breytingar á legu fyrirhugaðs hús á lóðinni við Háeyri 8 ásamt nýrri aðkomu að lóðinni frá Skarðseyri. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, en leggur til við sveitarstjórn að umbeðnar breytingarnar verði grenndarkynntar eigendum húsa við Lágeyri 3, Skarðseyri 11 b, Háeyri 4 og 6 í samræmi við 43. grein, önnur málsgrein Skipulagslaga nr. 123/2010. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál. Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.


Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.12.2022

Lögð fram til kynningar bókun frá 27. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar frá 14.12.2022:
“Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.

Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn."

Þar sem lóðinni Háeyri 8 hefur verið skilað inn fellur skipulagsnefnd frá fyrirhugaðri grenndarkynningu vegna málsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 10. fundur - 09.02.2023

Á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar þann 14.12.2022 var gerð eftirfarandi bókun um að sveitarfélagið leysi til sín umrædda lóð og endurgreiði lóðarhafa, Króksfiski ehf kt. 680403-2440, áður greidd gatnagerðargjöld.

Bókun Byggðarráðs.
Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitastjórnar Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Visað frá 10. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram til kynningar bókun frá 27. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar frá 14.12.2022:
Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.
Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn."
Þar sem lóðinni Háeyri 8 hefur verið skilað inn fellur skipulagsnefnd frá fyrirhugaðri grenndarkynningu vegna málsins.

Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Skagafjaðrar samþykkir innlausnina, með níu atkvæðum og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Sveitarstjórn felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið Skagafjörð.