Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna
Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer
2.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar
Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer
Verkfræðistofan Efla leggur fram drög að tillögu að deiliskipulagi allt að 50 íbúða íbúðabyggðar í framhaldi af Birkimel í Varmahlíð, til suðurs. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Nýtingarhlutfall er á bilinu 0,20 til 0,40 á hverri lóð. Gert er ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs og suðurs í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og þar með fjölgun húsa. Einnig er lögð fram deiliskipulagslýsing dags. 22.6.2021 unnin af Eflu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og mælist til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
3.Umburðarbréf v. breytinga á jarðalögum
Málsnúmer 2105305Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
4.Skarð - Umsókn um leiðbeiningarskilti
Málsnúmer 2106021Vakta málsnúmer
Viggó Jónsson 131060-4249 f.h. Drangeyjarferða óskar eftir að fá að setja upp auglýsingaskilti austan vegar út á Reykjaströnd. Staðsetningu skiltis skv. meðfylgjandi gögnum, sýna að staðsetning skiltis yrði austan við ristahliðið sem er á Reykjarstrandarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir ítarlegri gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir ítarlegri gögnum.
5.Stóra-Gerði land 146591 - Umsókn um nafnleyfi
Málsnúmer 2106097Vakta málsnúmer
Sigurmon Þórðarson kt. 221055-2339 og Signý Sigurmonsdóttir kt. 110290-3009 óska eftir nafnabreytingu/breytingu á heiti lands. Óskað er eftir að núverandi heiti Stóra-Gerði land, L146591, fái heitið Birkigerði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
6.Brennigerðispartur (landnr. 145924) og Litla-Borg (landnr. 219345) - Umsókn um landskipti og samruna landa.
Málsnúmer 2106098Vakta málsnúmer
Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt.190849-3179, þinglýstur eigandi jarðarinnar Brennigerðisparts, landnr. 145924, óskar eftir heimild til að stofna 1943 m² spildu úr landi jarðarinnar sem „Brennigerðispartur millispilda“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 729531 útg. 26. apríl 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð landnotkun verði íbúðarhúsalóð(10). Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Brennigerðispartur er ekki skráð lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020.
Þá óska Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt. 190849-3179, þinglýstur eigandi Brennigerðisparts, L145924 og Gunnar Björn Ásgeirsson, kt.120860-4299, og Ellen Hrönn Haraldsson, kt. 190561-3729, þinglýstir eigendur lóðarinnar Litlu-Borgar, landnr. 219345, eftir því að útskipt spilda, Brennigerðispartur millispilda, verði sameinuð íbúðarhúsalóðinni Litlu-Borg undir landnúmerinu 219345. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S02 í verki 729531, útg. 26. apríl 2021 gerir grein fyrir málinu. Fyrir sameiningu er Litla-Borg 46,334,0 m², eftir sameiningu verður Litla-Borg 48,277 m².
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð landnotkun verði íbúðarhúsalóð(10). Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Brennigerðispartur er ekki skráð lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020.
Þá óska Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt. 190849-3179, þinglýstur eigandi Brennigerðisparts, L145924 og Gunnar Björn Ásgeirsson, kt.120860-4299, og Ellen Hrönn Haraldsson, kt. 190561-3729, þinglýstir eigendur lóðarinnar Litlu-Borgar, landnr. 219345, eftir því að útskipt spilda, Brennigerðispartur millispilda, verði sameinuð íbúðarhúsalóðinni Litlu-Borg undir landnúmerinu 219345. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S02 í verki 729531, útg. 26. apríl 2021 gerir grein fyrir málinu. Fyrir sameiningu er Litla-Borg 46,334,0 m², eftir sameiningu verður Litla-Borg 48,277 m².
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
7.Hamraborg 146384 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2106160Vakta málsnúmer
Ingvar G. Sigurðarson, kt. 020884-3639, f.h. þinglýstra eigenda jarðarinnar Hamraborgar í Hegranesi L146384, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreit á landinu fyrir aðstöðuhús/geymsluhúsnæði. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður af undirrituðum dagsettur 11.04.2021. Uppdrátturinn er í verki númer 3154, nr. S101.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
8.Háeyri 8 - Lóðarmál
Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi hefur sent bréf á lóðarhafa lóðarinnar númer 8, við Háeyri, þar sem farið var fram á að lóðinni yrði skilað inn til sveitarfélagsins, þar sem ekki hefur verið byggt hús á lóðinni frá því lóð var úthlutað árið 1999. Það er mat skipulagsfulltrúa að lóðarhafi hafi ekki brugðist við beiðni um skil á lóðinni með réttum hætti.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til 3. gr. í þinglýstum lóðarleigusamningi dags. 10.12.2004, vegna Háeyrar 8 á Sauðárkróki. Þar sem segir m.a að hafi lóðarhafi ekki hafið framkvæmdir innan árs frá útgáfu lóðarleigusamnings skuli lóðinni skilað aftur til sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Skipulags- og byggingarnefnd afturkallar lóðarúthlutun með vísan til framangreinds.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til 3. gr. í þinglýstum lóðarleigusamningi dags. 10.12.2004, vegna Háeyrar 8 á Sauðárkróki. Þar sem segir m.a að hafi lóðarhafi ekki hafið framkvæmdir innan árs frá útgáfu lóðarleigusamnings skuli lóðinni skilað aftur til sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Skipulags- og byggingarnefnd afturkallar lóðarúthlutun með vísan til framangreinds.
9.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
Erindi vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 21. júní sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsuppdrættir DS01, DS02 skilmálar og DS03 áfangaskipting, greinargerð og umhverfisskýrsla. Tillagan er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 21. júní 2021.
Á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest hafa orðið töluverðar breytingar á landi, landnotkun, samfélagi og kröfum og forsendum þeirra sem nota hafnarsvæðið.
Deiliskipulagssvæðið samræmist afmörkun hafnarsvæðis samkvæmt vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Svæðið afmarkast að sunnan af Suðurgarði, að vestan af Strandvegi og Eyrarvegi, norður að hringtorgi og þaðan til sjávar. Að norðan og austan af sjávarmáli. Stærð deiliskipulagssvæðis er um það bil 51,9 ha. Skipulagssvæðið hefur breyst töluvert á undanförnum áratugum þar sem landvinningar að norðanverðu hafa búið til töluvert landrými.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
Á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest hafa orðið töluverðar breytingar á landi, landnotkun, samfélagi og kröfum og forsendum þeirra sem nota hafnarsvæðið.
Deiliskipulagssvæðið samræmist afmörkun hafnarsvæðis samkvæmt vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Svæðið afmarkast að sunnan af Suðurgarði, að vestan af Strandvegi og Eyrarvegi, norður að hringtorgi og þaðan til sjávar. Að norðan og austan af sjávarmáli. Stærð deiliskipulagssvæðis er um það bil 51,9 ha. Skipulagssvæðið hefur breyst töluvert á undanförnum áratugum þar sem landvinningar að norðanverðu hafa búið til töluvert landrými.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
10.Freyjugötureitur - Deiliskipulag
Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuði í samræmi við umræður fundarins.
11.Skógarstígur 6. Varmahlíð - Lóðarmál
Málsnúmer 2103351Vakta málsnúmer
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 8.4.2021 fól nefndin skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við afmörkun lóða við Skógarstíg og Skólaveg í Varmahlíð. Við nánari skoðun telur nefndin nauðsynlegt að taka stærra svæði undir og leggur til að hafin verði endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir núverandi byggð í Varmahlíð.
12.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi
Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun hefur í bréfi, dags. 19.5.2021, lýst yfir að frekari rannsókna sé þörf vegna olíumengunarslyss á Hofsósi og vegna hreinsunar á svæðinu. Guðmundur Siemsen lögmaður f.h. N1, hefur í bréfi dags. 11.6.2021, tilgreint að Verkfræðistofan Verkís hafi lagt fram tillögu til Umhverfisstofnunar að sýnatökusvæðum vegna fyrirhugaðrar hreinsunar á svæðinu, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
13.Reykjastrandarvegur - Framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2106190Vakta málsnúmer
Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna áforma um að styrkja og breikka Reykjastrandaveg á um 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi, með það að markmiði að leggja á veginn bundið slitlag og bæta umferðaröryggi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og bygingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og bygingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
14.Laufsalir - Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag.
Málsnúmer 2008105Vakta málsnúmer
Knútur Aadnegard leggur fram tillögu að deiliskipulagi, dagsetta 15.6.2021, fyrir "Laufsali" úr landi Miklahóls. Deiliskipulagið tekur til um 21 ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt frístundahús og er áætlað að byggja íbúðarhús, aðstöðuhús og tvö frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Skipulagsnefnd- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í tillöguna.