Fara í efni

Iðutún 17 - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2105190

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 407. fundur - 01.06.2021

Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls.

Skipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 1. Júní sl., þá m.a. bókað.“ Ásbjörn Óttarsson kt. 161162-2809, leggur fram tillögu, með ósk um að fá heimild til að stækka lóð og byggingarreit 8m til norður, inn í skilgreint opið svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skv. meðfylgjandi tillögu, unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við aðila máls.“ Nefndin hafnar umbeðinni lóðarstækkun til norðurs þar sem umbeðin stækkun lóðar liggur inn á svæði sem samkvæmt upphaflegu skipulagi er skilgreint sem útivistar og leiksvæði. Nefndin áréttar að ekki standi til að gera breytingar hvað varðar notkun eða afmörkun svæðisins.