Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 30

Málsnúmer 2106011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Fundargerð 30. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 16. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 30 Á 29. fundi byggingarnefndar 21. apríl sl. var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að undirbúa útboð viðbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks þar sem verkinu yrði áfangaskipt og verktími lengdur frá fyrra útboði.
    Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf. kynntu tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda við seinni hluta endurbóta og uppbyggingar við Sundlaug Sauðárkróks.
    Byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Fundargerð 30. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 með níu atkvæðum.