Fara í efni

Veitunefnd - 78

Málsnúmer 2106016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Fundargerð 78. fundar veitunefndar frá 24. júní 2021 lögð fram til afgreiðslu á 412. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 78 Síkkun dælu í SK-28 í Hrolleifsdal gekk vel. Prufudæling er í gangi og verður spennandi að sjá hvaða niðurstöðum dælingin skilar. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 78 Hækkun á gjaldská hitaveitu var samþykkt á 411. fundi byggðarráðs frá 2. júní. Búið er að senda nýja gjaldskrá til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og mun hún taka gildi 1.7.2021.

    Farið yfir afsláttarkjör rekstraraðila.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 78 Samningur um borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið undirritaður og er borun hafin. Verkinu á að vera lokið fyrir lok ágúst mánaðar næstkomadi samkvæmt samningi. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 78 Bréf Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytisins dagsett 7. maí s.l. vegna frumkvæðisathugunar á forsendum gjaldskrár-setningar vatnsveitna byggt á úrskurðir ráðuneytisins frá 15. mars 2019 ásamt leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.

    Farið var yfir málefnið efnislega og sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfinu og senda til ráðuneytisins.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar veitunefndar staðfest á 412. fundi sveitarstjórnar 30. júní 2021 níu atkvæðum.