Borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól - samningur og verkframkvæmd
Málsnúmer 2106104
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 78. fundur - 24.06.2021
Samningur um borun vinnsluholu VH-20 við Reykjarhól í Varmahlíð hefur verið undirritaður og er borun hafin. Verkinu á að vera lokið fyrir lok ágúst mánaðar næstkomadi samkvæmt samningi.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 24.08.2021
Borun hitaholu í Varmahlíð hefur gengið verr en gert var ráð fyrir. Erfið jarðlög hafa tafið framkvæmdina en vonast er til að búið sé að yfirstíga erfiðasta hjallann.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir gangi mála.
Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir gangi mála.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 30.09.2021
Í sumar hefur staðið yfir borun fyrir heitu vatni við Reykjarhól í Varmahlið.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála. Borun hefur verið hætt í 822m dýpi og hiti í botni holunnar er um 96°C. Ekki hefur enn fundist vatn en gerðar verða frekari rannsóknir til að ákveða næstu skref.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála. Borun hefur verið hætt í 822m dýpi og hiti í botni holunnar er um 96°C. Ekki hefur enn fundist vatn en gerðar verða frekari rannsóknir til að ákveða næstu skref.