Tillaga um brennsluofn, söfnun dýrahræja og gjaldskrá fyrir búfjárhald
Málsnúmer 2109204
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 415. fundur - 22.09.2021
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að beina erindi frá stjórn Norðurár bs. til umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að nefndin endurskoði gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 með breytt fyrirkomulag gjaldtöku fyrir búfjárhald og hirðingu dýrahræja í huga.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 184. fundur - 20.10.2021
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur beint erindinu til Umhverfis- og samgöngunefndar þess efnis að nefndin endurskoði gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 með breytt fyrirkomulag gjaldtöku fyrir búfjárhald og hirðingu dýrahræja í huga.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við nefndina.