Fara í efni

Aðalgata 16c - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2111120

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 417. fundur - 18.11.2021

Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagssettur 03.nóv 2021.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til Byggðráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 992. fundur - 01.12.2021

Erindinu vísað frá 417. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. nóvember 2021. Eftirfarandi bókun var gerð: "Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til byggðarráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hvað varðar mögulegan flutning og not hússins, með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um fyrirhuguð afnot lóðarinnar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 95. fundur - 20.12.2021

Erindinu vísað frá 922. fundi byggðarráðs þann 01. desember 2021 til umsagnar með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í hugmyndir um flutning Maddömukots af núverandi lóð. Að höfðu samráði við forstöðumenn Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga leggur nefndin til að skoðað verði að flytja húsið á Tengilsreitinn, Aðalgötu 24. Nefndin leggur til að skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem var til umfjöllunar á 93. fundi nefndarinnar þann 21. október sl. verði höfð til hliðsjónar við hönnun svæðisins. Jafnframt bendir nefndin á að skylt er að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað. Nefndin óskar eftir því að vinna tillöguna um heildarhönnun svæðisins og nýtingu Maddömukots í samráði við byggðarráð.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 998. fundur - 12.01.2022

Lögð fram bókun 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 18. nóvember 2022. Byggðarráð hefur fjallað um erindið sem varðar umsókn Kaupfélags Skagfirðinga um lóðina Aðalgötu 16c og sameiningu lóðarinnar við lóð Aðalgötu 16b. Verði af þessu er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c, auk þess sem komið hefur fram í svörum frá félaginu að það hyggist útbúa bílastæði á lóðinni sem myndu þjóna herbergjum sem ætluð eru fötluðu fólki í gistiheimili á Aðalgötu 16b. Byggðarráð leitaði jafnframt álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á málinu en í bókun frá 95. fundi nefndarinnar kemur fram að hún taki vel í hugmyndir um flutning Maddömukots af núverandi lóð. Að höfðu samráði við forstöðumenn Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga leggur nefndin til að skoðað verði að flytja húsið á Tengilsreitinn, Aðalgötu 24. Nefndin leggur til að skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem var til umfjöllunar á 93. fundi nefndarinnar þann 21. október sl. verði höfð til hliðsjónar við hönnun svæðisins. Jafnframt bendir nefndin á að skylt er að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað. Nefndin óskar eftir því að vinna tillöguna um heildarhönnun svæðisins og nýtingu Maddömukots í samráði við byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti mögulegan flutning hússins og vísar skoðun þess efnis til deiliskipulagsgerðar svæðisins í kringum Aðalgötu 24 sem unnin verður á vegum skipulags- og byggingarnefndar. Byggðarráð leggur til að hönnun svokallaðs Tengilsreits verði unnin í samráði við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það í huga að Maddömukot geti nýst sýningarhaldi á vegum Byggðasafns Skagfirðinga. Þá áréttar byggðarráð að skylt sé að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað.

Skipulags- og byggingarnefnd - 423. fundur - 20.01.2022

Sigurgísli E. Kolbeinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 Ártorgi 1 Sauðárkróki óskar eftir að fá lóðina Aðalgötu 16c.
Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c yrði þá fjarlægt af lóðinni og við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b.
Samkvæmt tölvupósti (2.12.2021) til Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sigurgísla Kolbeinssyni er fyrirhugað að nýta lóð Aðalgötu 16c fyrir bílastæði fyrir fatlaða og merkja þau sem slík.
Komi til þess að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til þess að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðaruppdrátturinn er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv. 2021.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.