Fara í efni

Hrolleifsdalur SK-28 - ný borholudæla

Málsnúmer 2201178

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 24.02.2022

Samið hefur verið við fyrirtækið Vermi um afhendingu á kapaldælu (djúpdælu) sem setja á niður á um 260 m dýpi í holuna. Vonir standa til að hægt verði að vinna meira vatn og jafnvel heitara upp úr holunni með því að fara svo djúpt með dæluna.

Sviðsstjóri og verkefnisstjóri Skagafjarðarveitna fóru yfir stöðu mála og upplýstu að áætlun geri ráð fyrir að dælan verði komin í gagnið um páska.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 86. fundur - 23.05.2022

Ný borholudæla í holu SK-28 er væntanleg til landsins í lok maímánaðar. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að dælan verði sett niður og tengd í júní. Vonir eru bundnar við að þessi aðgerð muni styrkja afhendingagöryggi á heitu vatni frá veitunni í Hrolleifsdal verulega.

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sögðu frá verkefninu. Keypt var dæla frá Shclumberger í Skotlandi og er þetta fyrsta djúpdælan sem sett er í borholu í Skagafirði. Ef vel tekst til sjá Skagafjarðarveitur mikil tækifæri í því að samskonar aðgerð verði beitt við fleiri holur sem þegar hafa verið boraðar.

Veitunefnd - 1. fundur - 21.06.2022

Ný borholudæla er komin til landsins og unnið er að niðursetningu hennar og tengingum. Dæluprófanir eru framundan og eru vonir bundnar við að nýja dælan skili meira af heitu vatni en tekist hefur að vinna áður úr þessari holu.

Búið er að koma dælunni niður og prufudælingar verða framkvæmdar á næstunni.