Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97

Málsnúmer 2203019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Fundargerð 97. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 17. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Videosport ehf. vegna viðburðar í Ljósheimum fyrir leikskólabörn í Sveitarfélaginu Skagafirði . Til stendur að fá Íþróttaálfinn og Sollu stirðu til að skemmta börnum á leikskólaaldri. Til þess að hægt sé að bjóða börnum frítt á viðburðinn óska þau eftir styrk að upphæð 150.000 kr.

    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97 Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 24. - 30. apríl nk. Til stendur að halda Sæluviku með hefðbundnum hætti þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi. Setning Sæluviku verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 24. apríl. Þar verða úrslit hinnar árlegu Vísnakeppni tilkynnt og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar verða veitt. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum aðilum til þess að halda viðburði á Sæluviku.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að óska eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur einnig áhugasama til þess að standa fyrir viðburði í Sæluviku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.