Fara í efni

Breytingar á reglum um Hvatapeninga - lækkun aldurviðmiða í líkamsrækt

Málsnúmer 2203024

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 300. fundur - 10.03.2022

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: ,,Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum." Breytingunni vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1007. fundur - 16.03.2022

Erindinu vísað frá 300. fundi félags- og tómstundanefndar þann 10. mars 2022.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: "Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum."
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Samþykkti á fundi byggðarráðs þann 16. mars sl og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Erindinu vísað frá 300. fundi félags- og tómstundanefndar þann 10. mars 2022.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: "Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum. Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. "

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og óskar bókað:
Það var mikið framfaraskref þegar félags- og tómstundanefnd hækkaði hvatarpeninga. En mikilvægt er að gæta jafnræðis og þar sem boðið er einnig upp á glæsilegt íþrótta- og tómstunda starf fyrir börn yngri en (5/6) ára vonast VG og óháðir að reglur um hvatarpeninga verði endurskoðaðar með tilliti til þessa og öll börn og ungmenni í Skagafirði njóti sömu hvatningu til íþrótta og tómstunda iðkunar í fjölskylduvænu samfélagi.
Fyrir hönd VG og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir

Guðný Hólmfríður Axelsdóttir tók til máls og óskar bókað fyrir hönd meirihluta:
Fulltrúar í meirihluta sveitarstjórnar leggja til að sveitarstjórn vísi til nýrrar sveitarstjórnar frekari endurskoðun á reglum um hvatapeninga og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.