Fara í efni

Blöndulína 3 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2203230

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að drög að umsögn ásamt VSÓ ráðgjöf.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. mars 2022 frá Skipulagsstofnun. Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#fath
Skipulagsstofnun fer fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 16. maí 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Lögð fram drög að umsögn um Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 432. fundur - 27.04.2022

Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022

Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl sl. þannig bókað:
"Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.

Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráð,sem hljóðar eftirfarandi:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3."

Framlögð umsögn Skipulags- og byggingarnenda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þeir sitji hjá.