Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

430. fundur 29. mars 2022 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Lausar lóðir - yfirlitskort fyrir heimasíðu

Málsnúmer 2203259Vakta málsnúmer

Lausar lóðir - Yfirlitskort fyrir heimasíðu
Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að yfirlitskorti með lausum lóðum í sveitarfélaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að uppfæra yfirlitskortið í samræmi við umfjöllun nefndarinnar.

2.Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Víðigrund

Málsnúmer 2203235Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7.01.2022 og sveitarstjórnar þann 12.01.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að leita tilboða og vinna málið áfram.

3.Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Norðurbær

Málsnúmer 2203236Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18.11.2021.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á umræddu svæði.

4.Helgustaðir L223795 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2203057Vakta málsnúmer

Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.

5.Borgarsíða 3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2203156Vakta málsnúmer

Umsókn um iðnaðarlóð og hugsanlega sameiningu lóða.
Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Aðalsteinsson um iðnaðarlóðina Borgarsíðu 3.
Kaffi 600 ehf. hefur þegar fengið lóð númer 4 við Borgarteig úthlutað og óskar nú einnig eftir lóð númer 3 við Borgarsíðu með þann möguleika að geta sameinað lóðirnar tvær í eina.
Fyrirhugað er að byggja á lóðunum í tveimur áfögnum og áætlað að framkvæmd við fyrri hluta hefjist sumarið 2022. Þeim framkvæmdum hefur þegar verið lýst í fyrr umsókn um Borgarteit 4. Seinni áfangi væri annað límtréshús mögulega byggt í tengingu við húsið við Borgarteig 4. Ástæða fyrir beiðni um sameiningu lóða er að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 4 og Borgarsíðu 3 byggir á því að hugsanleg nýting hússins muni krefjast gegnumaksturs um bygginguna sem og kröfum um aukið umferðaröryggi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

6.Steinsstaðir lóð nr. 4 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2109059Vakta málsnúmer

Erindið var áður tekið til umfjöllunar í Skipulags- og byggingarnefnd 9.9.2021, þá bókað:
"Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða. Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna skilmála fyrir lóðir nr. 1-8 og í framhaldi af því auglýsa lausar lóðir til úthlutunar.

7.Innstaland 145940 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1307104Vakta málsnúmer

Pétur Ingi Grétarsson og Sveinn Úlfarsson f.h. 1001 minks ehf. þinglýstir eigendur jarðarinnar Innstalands, landnúmer 145940 óska hér með eftir heimild til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Einhyrningur fjarskiptahús“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 82030201 útg. 16. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Afmörkun spildu samræmist lóðarleigusamningi 07. júlí 2021.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 og endurskoðað aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Landheiti útskiptrar spildu vísar til nærliggjandi örnefnis og lóðarnotkunar.
Innan útskiptrar spildu er tækjahús sem er óskráður matshluti ásamt mastri vegna fjarskipta. Mannvirki þessi verða skráð á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Innstalandi, landnr. 145940.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Sveinn F. Úlfarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

8.Skíðastaðir (145912) - 112. ohf. Fjarskiptaaðstaða á Miðmundarfell - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2010009Vakta málsnúmer

Gísli Ágústsson og Jón Árni Vignisson f.h. Fossmanna ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skíðastaða, landnúmer 145912 óskar hér með eftir heimild til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Miðmundarfjall“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 82030101 útg. 16. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði.
Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 og endurskoðað aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Landheiti útskiptrar spildu vísar til nærliggjandi örnefnis.

Innan merkja útskiptrar spildu standa yfir framkvæmdir á fjarskiptamannvirkjum. Mannvirki þessi skulu fylgja útskiptri lóð.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Skíðastöðum, landnr. 145912.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

9.Lyngbrekka (L232788) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2203195Vakta málsnúmer

Björn Ólafsson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lyngbrekku í Skagafirði (landnr. 232788), óska hér með eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7591-07, dags. 26. jan. 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar dagss. 23.03.2022.

Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en fyrirhugað íbúðarhús verður í 51 m fjarlægð frá Efribyggðarvegi.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi.

10.Laugarhvammur lóð 12a(L212950) - umsókn um breytta lóðarnotkun

Málsnúmer 2203023Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 17.03.2022 þar sem afgreiðslu var frestað.
“Finnur Sigurðsson eigandi lóðarinnar Laugarhvammur lóð 12a (212950), Sveitarfélaginu Skagafirði óskar eftir breyttri skráningu lóðarinnar. Lóðin er í dag skráð sumarbústaðaland, óskað er eftir því að hún verði skráð íbúðarhúsalóð.
Lóðarblað nr.S-22 í verki nr.72046 gert á Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett 28.maí 2007 gerir grein fyrir afmörkun lóðar og byggingarreit.

Með hliðsjónar af skilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi og í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindinu.

Jafnframt bendir skipulagsfulltrúi á að hafin er deiliskipulagsvinna fyrir stækkun íbúðabyggðar við Lækjarbrekku og Lækjarbakka á Steinsstöðum í samræmi við aðalskipulag.

11.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

12.Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Kollgáta arkitektastofa leggur fram fyrir hönd Fljótabakka ehf. skipulagslýsingu og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraun í Fljótum.
Meginmarkmiðið með deiliskipulagi þessu er að skipuleggja nýjar lóðir á landareigninni til að styðja við atvinnurekstur í ferðaþjónustu. Skipulagið miðar að því að skapa nýjar lóðir og byggingarreiti undir nýbyggingar auk þess sem núverandi hús á eigninni fá einnig skýrari stöðu, hvert með sinni lóð og byggingarreit skv. skipulagsreglugerð. Um er að ræða tvo megin kjarna uppbyggingar og endurbyggingar innan landareignarinnar sem eru merktir Kjarni A og Kjarni B á uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.


13.Blöndulína 3 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2203230Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að drög að umsögn ásamt VSÓ ráðgjöf.

14.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að uppfæra þurfi deiliskipulagstillögu í samræmni við skipulagslýsingu sem nú er í auglýsingarferli.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

15.Lóðamál - Reglur um úthlutun lóða

Málsnúmer 2009236Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar reglur um úthlutun lóða lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.