Fara í efni

Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2203291

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1010. fundur - 04.04.2022

Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2021. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Stefán Vagn Stefánsson sveitarstjórnarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.702 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.697 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 6.580 millj. króna, þar af A-hluti 5.777 millj. króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 122 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 81 millj. króna. Afskriftir eru samtals 249 millj. króna, þar af 152 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 351 millj. króna, þ.a. eru 279 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 356 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 417 millj. króna.

Taka ber fram í þessu sambandi að stóra breytingin í rekstri og ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2021 eru breyttar forsendur við útreikning á lífeyrisskuldbindingu sem kynntar voru á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 22. desember sl., að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þessar breytingar hafa miklar hækkanir í för með sér fyrir flest sveitarfélög landsins og er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning þar á en hækkun lífeyrisskuldbindinga fyrir samstæðuna nemur 456 m.kr. og 419 m.kr. hjá A-hluta. Forsendur þessara breytinga ráðuneytisins eru hækkun launavísitölu sem Hagstofan reiknar, breyttar forsendur um lífaldur og hækkandi hlutur launagreiðanda í lífeyrisgreiðslum. Ef þessar breyttu reglur hefðu ekki komið til í lok síðasta árs og lífeyrisskuldbindingar hefðu verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 hefði rekstarniðurstaðan verið jákvæð um 10 m.kr. hjá A- og B-hluta en neikvæð um 76 m.kr. hjá A-hlutanum. Annar mikilvægur málaflokkur sem sveitarfélögin sinna eru málefni fatlaðs fólks sem þau tóku við þjónustu af frá ríkinu árið 2011. Ríkið veitti þá ákveðna tekjustofna, auk þess sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ætluð til að standa straum af rekstri þjónustunnar. Raunstaðan er sú að þetta er fjarri lagi. Sveitarfélagið Skagafjörður varð þannig að taka á sig 151 m.kr. af rekstrarkostnaði umfram tekjustofna og framlög á síðasta ári sem hefur einnig mikil áhrif á ársreikning ársins 2021.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.683 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 9.336 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2021 samtals 8.584 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.704 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 5.416 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 540 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.099 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,5%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.611 millj. króna í árslok.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 458 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 255 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 538 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2021, 786 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 834 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 919 millj. króna. Handbært fé nam 365 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 1.318 millj. króna.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2021, 128,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 96,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufés frá rekstri.

Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.702 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.697 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 6.580 millj. króna, þar af A-hluti 5.777 millj. króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 122 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 81 millj. króna. Afskriftir eru samtals 249 millj. króna, þar af 152 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 351 millj. króna, þ.a. eru 279 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 356 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 417 millj. króna.

Taka ber fram í þessu sambandi að stóra breytingin í rekstri og ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2021 eru breyttar forsendur við útreikning á lífeyrisskuldbindingu sem kynntar voru á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 22. desember sl., að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þessar breytingar hafa miklar hækkanir í för með sér fyrir flest sveitarfélög landsins og er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning þar á en hækkun lífeyrisskuldbindinga fyrir samstæðuna nemur 456 m.kr. og 419 m.kr. hjá A-hluta. Forsendur þessara breytinga ráðuneytisins eru hækkun launavísitölu sem Hagstofan reiknar, breyttar forsendur um lífaldur og hækkandi hlutur launagreiðanda í lífeyrisgreiðslum. Ef þessar breyttu reglur hefðu ekki komið til í lok síðasta árs og lífeyrisskuldbindingar hefðu verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 hefði rekstarniðurstaðan verið jákvæð um 10 m.kr. hjá A- og B-hluta en neikvæð um 76 m.kr. hjá A-hlutanum. Annar mikilvægur málaflokkur sem sveitarfélögin sinna eru málefni fatlaðs fólks sem þau tóku við þjónustu af frá ríkinu árið 2011. Ríkið veitti þá ákveðna tekjustofna, auk þess sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ætluð til að standa straum af rekstri þjónustunnar. Raunstaðan er sú að þetta er fjarri lagi. Sveitarfélagið Skagafjörður varð þannig að taka á sig 151 m.kr. af rekstrarkostnaði umfram tekjustofna og framlög á síðasta ári sem hefur einnig mikil áhrif á ársreikning ársins 2021.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.683 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 9.336 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2021 samtals 8.584 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.704 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 5.416 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 540 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.099 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,5%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.611 millj. króna í árslok.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 458 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 255 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 538 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2021, 786 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 834 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 919 millj. króna. Handbært fé nam 365 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 1.318 millj. króna.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2021, 128,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 96,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufés frá rekstri.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.


Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.

Rekstrarniðurstaða ársins 2021 er því miður neikvæð. Hækkun lífeyrisskuldbindinga hefur þar vissulega mikið að segja. Það er útreikningur sem við sveitarstjórnarfulltrúar höfum ekkert með að gera, kemur ekki fram í sjóðsstreymi og hefur í raun ekkert með rekstur ársins 2021 að gera. Það sem er hinsvegar verra, og verður að taka alvarlega, er að þó að lífeyrisskuldbindingar væru teknar út úr ársreikningnum, þá er rekstrarniðurstaða samstæðunar alls ekki viðunandi. Jafnframt hækka skuldir og skuldahlutfall, en þetta er þróun sem við þurfum að breyta. Þessvegna hlýtur það að verða eitt stærsta verkefni næstu ára að snúa þessu við. Koma rekstrinum í jafnvægi, og lækka skuldir. Forgangsröðun framkvæmda verður því enn mikilvægari, en það eru stórar framkvæmdir framundan við meðal annars grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu, sem mega ekki dragast enn frekar á langinn.
Það má kannski segja að síðustu 2 ár hafa verið strembin í rekstri sveitarfélaga um allt land, en það er samt hlutverk okkar sveitarstjórnarfulltrúa að bregðast við breyttu ástandi. Það verðum við að gera, og gera það þannig að það skerði sem minnst þjónustu við íbúa.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2021

Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði þrátt fyrir Covid, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitarsjóð. Umsvif hafnarinnar hefur aukist með tilheyrandi tekjum. En skuldastaðan er þó varhugaverð, ekki síst vegna nýrra útreikninga um meiri líf¬eyr¬is¬skuld¬bind¬ingar vegna hækk¬andi með¬al¬ald¬urs. En á sama tíma og aukinn slaki hefur verið gefinn á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur eins og nú því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur, en nýjustu fregnir eru einmitt um mesta hlutfallslega fækkun á landinu er á Norðurlandi vestra og þar af mest í Sveitarfélaginu Skagafirði. Það verður að grípa til aðgerða til að snúa þessari þróun við.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð


Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Er um að ræða síðasta ársreikninginn sem núverandi sveitarstjórn skilar frá sér og síðasti ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir heilt rekstrarár en í lok þessa mánaðar tekur formlega við ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi allra Skagfirðinga.
Heilt yfir gekk rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar vel á árinu 2021 og rekstur flestra málaflokka og stofnana í nokkuð góðu jafnvægi. Óvæntar breytingar urðu hins vegar í lok síðasta árs sem hefur áhrif til mikillar hækkunar á á lífeyrisskuldbindingum og litar sú mikla hækkun afkomutölur A-hluta og samstæðunnar í heild. Rekstrarniðurstaðan er þannig neikvæð um 356 m.kr. hjá samstæðunni og 417 m.kr. hjá A-hluta. Ef hækkanir lífeyrisskuldbindinga hefðu hins vegar verið í takt við fjárhagsáætlun ársins hefði samstæðan skilað 10 m.kr. afgangi en A-hlutinn verið neikvæður um 76 m.kr.
Önnur stór breyting í rekstri sveitarfélagsins á milli ára er sá mikli halli sem orðinn er á málaflokki fatlaðs fólks. Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á síðasta ári var hann kominn í 151 m.kr. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Standa vonir til að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög á árinu 2022 sem kemur til með að hafa mikil jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 876 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 834 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið tæp 12 ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir efnahagshrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 128,1% en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum er skuldaviðmið samstæðunnar 96,9% sem er langt undir þeim mörkum sem sveitarfélögum eru sett.
Þrátt fyrir hin framangreindu tvö óvenjulegu frávik í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári þá er staða þess sterk. Sveitarfélagið veitir öfluga og góða þjónustu og almennar gjaldskrárbreytingar á kjörtímabilinu hafa verið undir verðlagsþróun og þar með um nokkra raunlækkun að ræða. Miklar fjárfestingar hafa jafnframt verið á kjörtímabilinu og grunninnviðir samfélagsins verið styrktir. Íbúum hefur fjölgað, mikið hefur verið um íbúðabyggingar og grunnur lagður að enn frekari úthlutun lóða í þéttbýliskjörnum héraðsins með nýju Aðalskipulagi sveitarfélagsins og mikilli deiliskipulagsvinnu á kjörtímabilinu. Endurspeglast þetta vel í miklum gatnagerðaráformum á árinu 2022. Afkoma sveitarfélagsins er einnig góð á kjörtímabilinu og jákvæð um 161 m.kr. sé litið til þess í heild sinni. Sveitarfélagið stendur því sterkum fótum og hefur verið vel í stakk búið til að takast á við óvænta atburði eins og heimsfaraldur kórónaveiru, hamfaraveður o.fl.
Þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings eru færðar kærar þakkir. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa sama hvar í flokki þeir eru, að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.

Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Atli Már Traustason
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.